Fyrstu Evrópumennirnir, sem könnuðu Kanada, fundu ýmsar ættkvíslir
indíána á strjálingi í suðurhlutanum og inúítar í norðurhlutanum.
Hinir innfæddu voru aðallega veiðimenn, safnarar og oft hirðingjar.
Búseta þeirra olli ekki ójafnvægi í náttúrunni, því að
hópar þeirra voru fámennir og þeir bjuggu svo dreift.
Þeir stunduðu einungis sjálfsþurftarveiðar.
Evrópumennirnir þóttust hafa fundið fyrirheitna landið, frjósamt
og ósnortið, þótt frumbyggjarnir hefðu lifað þar um teinaldir, og
það biði aðeins eftir því, að þeir settust þar að.
Fólk
víða að úr Evrópu dreif að á löngum tíma til að rækta landið
og selja gagn þess og gæði, fisk, skinn, timbur og jarðefni.
Byggðir spruttu upp, þar sem náttúruauðlindir voru uppgötvaðar.
Flestar þeirra voru litlar og sumar þeirra hurfu, þegar gæði
náttúrunnar voru upp urin.
Nokkrir hafnarbæir stóðust tímans tönn og stækkuðu, s.s.
St. John’s (Nfl), Halifax og St. John (NB), því þeir byggðu á þeim
útflutningi og innflutningi, sem að höndum bar.
Montreal byggði aðallega á skinnaviðskiptum en varð síðar
miðstöð útflutnings hráefna og unninna afurða og innflutnings frá
Evrópu.
Síðar fóru Toronto og Vancouver á vesturströndinni að blómstra.
Winnipeg byggðist upp sem miðstöð landbúnaðarsvæðanna á
innsléttunum.
Þróun
borga og þéttbýlis í Kanada hefur byggzt á hafnaraðstöðu, samgöngum
og hagstæðri legu í landbúnaðarhéruðum.
Því búa nú u.þ.b. 90% landsmanna á landræmu meðfram
landamærunum að BNA, sem samsvarar u.þ.b. 10% landrýmis Kanada.
Blómleg viðskipti með landbúnaðarafurðir á láglendum
vatnanna miklu og St. Lawrence stóðu undir uppbyggingu þorpa, bæja
og borga á þessu svæði og síðar bættust iðnaður og þjónusta
við. Íbúum
fjölgaði stöðugt og brátt varð þessi landshluti að miðstöð iðnaðar
í landinu.
Á vestursléttunum þróuðust líka þorp og borgir í tengslum
við landbúnaðinn, en iðnþróun þar hefur verið hægari og staðið
eins örri fólksfjölgun fyrir þrifum.
Uppbygging olíuiðnaðar er grundvöllur tveggja stórra borga,
Edmonton og Calgary í Albertafylki.
Þriðjungur
íbúa Kanada bjó í þéttbýli í upphafi 20. aldar en í lok hennar
bjuggu 80% landsmanna í þorpum og borgum með fleiri en 1000 íbúa.
Rúmlega helmingur landsmanna bjó í borgum með fleiri en
100.000 íbúa á sama tíma.
Landnámið
í vesturátt frá Atlantshafsströndinni var gjörólíkt því, sem
gerðist í BNA, því að slétturnar voru voru aðeins ræktanlegar á
smásvæðum af landfræðilegum sökum og langt á milli þeirra.
Næstu svæðin voru byggð, oft fólki af sama þjóðerni eða
trúflokki, þannig að mikill munur var á menningu og tungu eftir
landnámi.
Á Appalachiasvæðinu er mislangt á milli bændabýla, allt
eftir búskaparskilyrðum.
Í Quebecfylki námu landnemarinir langar og mjóar spildur upp
frá St. Lawrenceflóa eða St. Lawrenceánni.
Því lengra sem landnámið færðist inn í landið, voru lagðir
vegir meðfram ánum, þar sem þessar mjóu spildur teygðust til
beggja átta.
Sama þróun varð í Rauðárdalnum í Manitoba, þar sem fyrstu
landnemarnir voru líka franskir.
Skipulag landnámsins í Ontaríó og austurhverfum Quebec var
miklu betra.
Bæirnir voru að mestu skipulagðir á ferningslöguðum svæðum
en urðu síðan óreglulegri, vegna þess, að þeir voru skipulagðir
frá mörgum punktum.
Á innsléttunum er skipulagið miklu reglulegra, sumpart vegna
landslagsins og einnig vegna þess, að landnámið var skipulagt
fyrirfram.
Íbúarnir
eru blanda mismunandi þjóðerna og menningar og í raun og veru voru
ekki til neinir löglegir Kanadamenn fyrr en lögin um ríkisborgararétt
voru samþykkt 1. janúar 1947.
Lungi
íbúanna, u.þ.b. 50%, er afkomendur Breta og Frakka, sem lögðu
grundvöllinn að tilurð Kanada.
Við fyrsta manntalið, 1871, var helmingur íbúanna af brezku
bergi brotinn og 30% franskir. Síðan hefur hlutfall beggja minnkað í
25%. Aðalástæðan
er, að færri hafa flutzt frá Bretlandi og Frakklandi og fleiri frá
öðrum Evrópulöndum, Suðaustur-Asíu og Latnesku-Ameríku.
Nýbúar hinna ýmsu landa raðast oftast eftir þjóðernum á sömu
svæðum eða hverfum og viðhalda menningu sinni og tungumálum.
Víða talar þetta fólk einungis sitt upprunalega tungumál,
sem veldur örðugleikum í samskiptum og misskilningi.
Úkraínumenn hafa laðast að innsléttunum, þar sem landið og
loftslagið er svipað fyrrum heimaslóðum og margir Hollendingar
settust að á frjósömu flatlendinu í suðvesturhluta Ontaríó, þar
sem þeir stunda ávaxta- og grænmetisrækt eins og þeir gerðu í
gamla föðurlandinu.
Margir kínverjar, Portúgalar, Grikkir og Ítalar hafa raðað sér
saman í sömu borgarhlutunum, einkum í Toronto, Montreal og Vancouver.
Samkvæmt
tölum um manntal er skipting þjóðerna mjög mismunandi milli héraða
og svæða.
Í Nýfundnalandi er fólk af brezkum uppruna 80% íbúanna en aðeins
5% í Quebec.
Þar eru 80% íbúanna af frönskum uppruna en innan við 3% á Nýfundnalandi,
Brezku Kólumbíu og verndarsvæðunum.
Upplýsingar
um innflytjendur frá BNA og bakgrunn þeirra skortir í kanadíska
manntalið.
Mikill fjöldi Bandaríkjamanna fluttist til Kanada í borgarastríðinu
(1776-83), þegar konungssinnar settust að í sjávarhéruðunum
og Suður-Quebec og Ontaríó.
Í kringum árið 1790 var einn af hverjum sex íbúum brezku svæðanna
í Kanada aðfluttur frá BNA.
Þetta fólk var vant lýðræðislegri stjórn, þar sem það
hafði aðallega búið við Atlantshafsströnd Norðurríkjunum.
Hugmyndir þess um stjórnsýslu blönduðust hinum brezku, sem
voru fyrir í landinu.
Nokkur straumur folks lá frá BNA á 19. og 20. öldunum en þó
öllu meiri frá Kanada til BNA, einkum vegna betri líffskilyrða í
BNA.
Frumbyggjarnir.
Áætlaður fjöldi indíána og inúítar í Kanada, þegar Evrópumenn
hófu komur sínar þangað, er 200 þúsund.
Næstu tvær aldirnar fækkaði innfæddum nokkuð vegna ágangs
hvíta mannsins.
Bætt heilsugæzla og fjölgun fæðinga á síðari hluta 20.
aldar hafa snúið dæminu við.
Samkvæmt
kanadískum lögum eru indíánar forréttindastétt að mörgu leyti.
Árið 1876 fengu þeir í orði kveðnu ákveðin forréttindi
og kröfur til lands, sem var tekið af þeim.
Þeir urðu sérréndindahópur, samkvæmt lögum vegna þess, að
landið hafði veirð tekið af þeim án nokkurrar kröfu.
Þessi sérréttindi urðu þeim ekki til framdráttar, því að
lögleiddir indíánar fengu minnna út úr samningunum en þeir, sem
kusu að verða almennir borgarar Kanada.
Indíánar og inúítar, sem kusu að kvænast eða giftast öðrum
kanadískum ríkisborgurum, afsöluðu sér samtímis réttindum, sem þessi
lög settum þeim.
Svokölluðum
„stöðuindíánum” fækkar en hinum, sem samlaga sig umhverfinu fjölgar.
Stöðuindíánar eru hreinir indíánar, sem hafa barizt gegn
yfirráðum hvíta kynstofnsinum frá upphafi.
Þeir njóta enn þá þeirra sérréttinda að búa á 2250
verndarssvæðum, sem halda þeim í fjötrum fátæktar og lítilla möguleika
til framþróunar.
Þeir geta brotizt undan þessari áþján með því að kvænast
eða giftast öðrum Kanadabúum og afsala sér þarmeð löglegri sérstöðu
eða barizt gegn ofurþunga veldi hvíta mannsins á meginlandinu.
Mörg mál varðandi kröfur indíána til bóta fyrir lendur sínar
eru í gangi í réttarkerfinu.
Inúítar,
sem búa norður á hjara veraldar, eiga engin verndarsvæði og eru
ekki lögverndaðir á neinn hátt.
Fjöldi þeirra er talinn vera u.þ.b. 27.000 og þeir búa í
25-500 manna þorpum vítt og breitt með ströndum fram.
Á síðari hluta 20. aldar hafa alls konar framkvæmdir á sviðum
námu- og olíuvinnslu, lagningu olíuleiðslna og orkuvirkjunar haft
mikil áhrif á lifnaðarhætti þeirra og gert þeim erfitt og ókleift
að lifa af landinu eins og þeir hafa gert teinöldum saman.
Minnkandi eftirspurn eftir skinnavöru hefur dregið úr tekjum
þeirra og þeir hafa orðið æ háðari félagslega kerfinu.
Ríkið hefur stofnað til alls konar starfsþjálfunar til að
gera þá samkeppnishæfari á vinnumarkaðnum.
Þróun
fólksfjöldans.
Kanada hefur löngum sótzt eftir innflytjendum til að styrkja
vinnuaflið og markaði innanlands.
Árið 1913 var fjöldi innflytjenda mestur, rúmlega 400.000
manns.
Á fjórða áratugnum, í kreppunni miklu, drógu kanadísk
yfirvöld úr aðflutningi folks en eftir síðari heimsstyrjöldina var
tekið við þúsundum flóttamanna frá Evrópu.
Á áttunda áratugnum kom fjöldi flóttamanna frá Evrópu, Asíu
og Latnesku-Ameríku.
Lög og reglur um innflytjendur eru skyr, hvað snertir aðgengi
allra þjóðerna, en fólki með sérstaka menntun eða hæfileika er
gert auðveldarar um vik eftir því hvernig á stendur.
Á
fyrstu tveimur áratugum 20. aldar var mikið um búferlaflutninga frá
austurhlutanum vestur á slétturnar og Brezka Kólumbía hefur síðan
fengið marga íbúa frá sléttunum síðan 1931.
Margir fluttu til Alberta frá öðrum hlutum landsins en mesta fólksfjölgunin
stafar af innflytjendum.
Íbúum austurhlutans hefur fækkað u.þ.b. 300.000 frá lokum síðari
heimsstyrjaldarinnar.
Alla
tuttugustu öldina varð mesta fólksfjölgunin í landinu vegna náttúrulegrar
fjölgunar íbúanna.
Allt til 1961 var fjölgunin tæplega 20 á hverja 1000 íbúa og
dánartíðnin´1921, 10,6 miðuð við sama fjölda, lækkaði í 7,7
árið 1961.
Eftir 1961 dró úr þessari náttúrulegu fjölgun vegna mjög lækkandi
fæðingartíðni og dánartíðni lækkaði lítillega.
Náttúruleg fjölgun íbúa í Kanada er langt undir heimsmeðaltali
og sambærileg við BNA og Ástralíu, sem þýðir, að þjóðin er að
eldast.
Lífslíkur eru með þeim hæstu í heiminum.
Fjöldi Kanadamanna eldri en 65 ára hefur rúmlega tvöfaldaðist
á 20. öldinni. |