Kanada afþreying íþróttir,
Flag of Canada


KANADA
AFÞREYING og ÍÞRÓTTIR

.

.

Utanríkisrnt.

Hvergi á norðurhveli jarðar annars staðar en í Kanada og á Íslandi eru eins stór ósnortin víðerni, sem fólki gefst kostur á að njóta á margvíslegan hátt.  Æ fleiri hafa meiri tíma til að taka þátt í alls konar afþreyingu og margir leita til lítt eða óbyggðra svæða til að stunda holla útiveru og veiðar.

Margar íþróttir í Kanada eru komnar frá frumbyggjunum og landnemunum.  Lacrosse var þjóðaríþrótt Kanadamanna fyrrum.  Þessa íþrótt lærðu landnemarnir af indíánum alls staðar í landinu.  Búið var að fullkomna íþróttina árið 1867 hvað reglur og skipulag snertir.  Ísknattleikur er líka hefðbundin, kanadísk íþrótt og er meðal hinna vinsælustu í landinu.  Aðrar hópíþróttir hafa orðið fyrir áhrifum frá BNA.  Kanadísku ruðningsliðin leika lítið eitt öðruvísi en hin bandarísku.  Vetraríþróttir eru stundaðar víða, bæði í keppni og leik.  Meðal vinsælla íþrótta er „curling”, skautar, brun og skíðaganga.  Frá vori til hausts stundar fólk fiskveiðar, villidýraveiðar, gönguferðir, fjallaklifur, golf og vatnaíþróttir.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM