Stjórnarskráin
frá 1962 er meðal verkfæra, sem stjórnvöld hafa til hliðsjónar og
hefur veitt framkvæmdavaldinu meira aðhald en nokkuð annað. Hún kveður á um, að Jórdanía sé þingbundið konungsríki
með erfðarétti og islam sé ríkistrú.
Hún segir líka, að Jórdanía sé hluti arabaheimsins. Konungurinn er æðsta vald þjóðarinnar með framkvæmdar-
dóms- og löggjafarvaldiðvalið sér til fulltingis.
Forsætisráðherra er í fararbroddi ríkisstjórna og skipun
hans er á valdi þingsins. Ráðherrar
sjá um framkvæmdavaldið og stefnuna í stjórnmálum.
Konungurinn
skipar þingmenn efri deildar (40) til fjögurra ára í senn.
Þjóðin kýs 80 þingmenn neðri deildar til fjögurra ára.
Kosningar hafa ekki alltaf farið reglulega fram, þannig að
stundum sitja þingmenn lengur. Þetta
ástand batnaði eftir að þjóðarráðið var stofnað 1978 en síðan
þá hefur þingið oft verið leyst frá störfum.
Árið 1984 var þingið kallað saman á ný en síðan leyst
upp. Þegar ríkið afsalaði
sér Vesturbakkanum árið 1988, var þingið ekki að störfum til
1989. Fyrstu lýðræðislegu
kosningarnar í landinu voru haldnar 1956.
Kosningaaldur
er 18 ár, ef fólkið uppfyllir lögleg skilyrði og er ekki í
konungsfjölskyldunni. Stjórnmálaflokkar
voru bannaðir fyrir kosningarnar árið 1963.
Á árunum 1971-73, þegar þingið var ekki að störfum, var
Arababandalagið eina stjórnmálaaflið, sem fékk að starfa.
Árið 1992 voru stjórnmálaflokkar lögleiddir með því
skilyrði, að þeir viðurkenndu konungsveldið. Landinu er skipt í stjórnsýsluhéruð (muh afaz) og sýslur
og hreppa, sem er stjórnað af embættismönnum ríkisins. Í borgum eru kosnar borgarstjórnir og borgarstjórar.
Dómsvaldið
og öryggismál.
Dómsvaldið er óháð stjórnarskránni, þótt konungurinn
skipi dómara í gegnum dómsráð.
Það skiptist í þrjú réttakerfi, almennan dómstól, áfrýjunardómstól
og stjórnsýsludómstól. Stjórnarskráin
gerir líka ráð fyrir dómstóli, sem túlkar lög og sker úr um,
hvort þau séu í samræmi við stjórnarskrána.
Jórdanski
herinn.
Jórdanía hefur land-, flug- og sjóher.
Flugherinn er búinn nútíma herþotum.
Sjóherinn er lítill og sinnir m.a. landhelgisgæzlu.
Konungurinn er yfirmaður heraflans. |