Afsal
kröfunnar til Vesturbakkans. Neyðarfundur Arababandalagsins í júní 1988 viðurkenndi
PLO sem fjárhaldsaðila Palestínumanna og þarmeð Arafat sem talsmann
samtakanna. Samtímis
afsalaði Hussein öllum kröfum til Vesturbakkans og gerði PLO þar með
ábyrg fyrir honum. Hann leysti upp jórdanska þingið, þar sem helmingur þingmanna
var Palestínumenn frá Vesturbakkanum, hætti að greiða 21.000 embættismönnum
á þar laun og skipaði svo fyrir, að vegabréf íbúanna þar yrði
breytt í tveggja ára leyfispappíra til ferðalaga í Jórdaníu.
Þegar þjóðarráð Palestínumanna viðurkenndi PLO sem eina
stjórnmálaaflið Palestínumanna og lýsti yfir stofnun Palestínuríkis
í nóvember 1988, viðurkenndi Hussein það umsvifalaust.
Í
nóvember 1989 voru haldnar þingkosningar í Jórdaníu eftir 22 ára
hlé. Flokkar andstæðir
stjórninni, einkum öfgamannaflokkurinn Bræðralag múslima, fékk
fleiri þingmenn kjörna en stuðningsflokkar stjórnarinnar og nýkjörinn
forsætisráðherra, Mudar Badran, lofaði að nema herlögin frá 1967
úr gildi en við það var ekki staðið fyrr en í júlí 1991.
Persaflóastríðið
til friðarsamninga við Ísrael.
Innrás Íraka í Kúveit í ágúst 1990 og Flóabardagi í kjölfarið
(jan.-feb. 1991 neyddu Hussein til að velja milli milli tveggja
bandamanna, BNA og Íraks. Konungurinn
studdi forseta Íraka, Saddam Hussein, með meirihluta þjóðarinnar að
baki sér. Þar að auki námu
viðskipti Jórdaníu við Írak u.þ.b. 40% af vergri þjóðarframleiðslu.
Bandamenn Kúveita hættu strax öllu hjálparstarfi og
styrkveitingum til Jórdaníu, komu á loftferðabanni og víttu Hussein
konung. Það bætti gráu
ofan á svart, að milli 200.000 og 300.000 flóttamenn í Kúveit voru
gerðir útlægir og flestir þeirra fóru til Jórdaníu.
Í lok árs 1991voru Bandaríkjamenn og Ísraelar farnir að gera
hosur sínar grænar fyrir Jórdönum og sóttust eftir stuðningi þeirra
við friðartillögur Ísraela.
Fyrstu
fjölflokka kosningarnar síðan 1956 voru áætlaðar í nóvember
1993. Í ágúst leysti
konungur upp fulltrúadeildina (80 þingmenn) og lýsti yfir, að vægi
atkvæða yrði jafnt í landinu öllu og kjósendum væri óheimilt að
kjósa jafnoft og frambjóðendur væru margir í hverju kjördæmi eins
og áður tíðkaðist. Þingmönnum andsíonistahreyfingarinnar fækkaði úr 38 í
16 og konungur fékk þann stuðning við stefnu sína, sem hann þurfti.
Hussein
lýsti yfir fyrirvörum varðandi samning PLO og Ísraela 1993 en lýsti
jafnframt vilja sínum til að styðja Palestínuþjóðina.
Hann hafði í huga efnahagsleg tengsli landsins við
Vesturbakkann og framtíðarstöðu Palestínumanna í Jórdaníu.
Ári síðar undirrituðu
Ísrael og Jórdanía samkomulag um frið, þar sem Hussein var viðurkenndur
umsjónarmaður heilagra staða í Austur-Jerúsalem.
Síðustu
ár Husseins.
Í janúar 1995 undirritaði Hussein samning við PLO um stuðning
við heimastjórn Palestínumanna og stofnun sjálfstæðs ríkis þeirra,
sem næði líka til Austur-Jerúsalem.
Þrátt fyrir þennan saming, litu Palestínumenn friðarsamninginn
við Ísrael fjandsamlegum augum líkt og Sýrlendingar og fjöldi
flokksmanna andsíonistahreyfingarinnar.
Hussein fékk sig fullsaddan af tregðu ísraelskra yfirvalda en
hélt enn þá til streitu ætlunarverki sínu sem aðalhvatamaður
samninga milli Ísraela og PLO um brottflutninga herliðs Ísraela frá
Hebron á Vesturbakkanum snemma ár s 1997.
Hann var líka aðalmilligöngumaður um saminga, sem voru gerðir
í Maryland 1998. Um það
leyti var heilsu hans farið að hraka mjög.
Skömmu fyrir andlát hans í febrúar 1999, lýsti hann son
sinn, Abdullah, eftirmann sinn og gekk þar með fram hjá bróður sínum
Hassan, sem hafði verið krónprins.
Abdullah fylgdi stefnu föður síns og hét efnahagsumbótum, bættri
sambúð við nágrannaríkin og auknum réttindum fyrir konur. |