Jórdanía
er
land trúarlegða hefða ogr þakið fornleifum.
Jórdanska eyðimörkin var byggð veiðimönnum á eldri steinöld
eins og fornleifar, tinna og verkfæri, hafa glögglega gefið til
kynna.
Hella- og steinristur frá forsögulegum tímum er að finna í
At-Tubayq-fjalli í suðausturhlutanum.
Hinar elztu þeirra eru taldar vera frá síðsteinöld og bronzöld.
Fornleifasvæðið Tulaylat al Ghassul í Jórdandal sýnir
velbyggt þorp með máluðum múrveggjum.
Mannvistarleifar
frá snemmbronsöld (3000-2100 f.Kr) er að finna í setlögum við rætur
Dhiban.
Víða er vitað um fornleifar í norðurhluta landsins en lítið
hefur verið rannsakað enn þá og fátt bendir til, að merki um
mannvistir frá þessum tíma finnist sunnan Ash-Shawbak.
Þessi menning, sem varð til á snemmbronsöld vék fyrir hirðingjum,
sem stormuðu yfir svæðið og eyddu borgum og þorpum.
Friður og öryggi komst ekki á fyrr en Egyptar komu til
skjalanna eftir 1580 f.Kr.
Lengi var talið, að þetta svæði hafi ekki verið byggt fólki
á öldunum 1900-1300 f.Kr. en þessum kenningum var hnekkt, þegar rústir
lítils hofs fundust í Amman og ýmsir hlutir í því frá
Egyptalandi, Mýkineu og Kýpur.
Tengsl
við biblíuna.
Frásagnir biblíunnar frá þessu svæði ná aftur til miðrar
bronzaldar.
Þar er konungsríkja getið, s.s. Gilead í norðri, Moab í miðju
landi og Midian í suðri.
Á tíma flótta gyðinga frá Egyptalandi reyndu Ísraelsmenn að
fara í gegnum Edom í Suður-Jórdan en fengu ekki leyfi.
Amorítar herjuðu á þá en Ísraelsmönnum tókst að sigra
þá. Hópar
gyðinga settust að á hernumdum svæðum Ammoníta, amoríta og Bashan
og endurbyggðu borgir, sem þeir höfðu sjálfir eyðilagt að hluta.
Mesha- eða Moabítsteinninn, sem fannst í Dhiban 1868, segir frá
þessum atburðum.
Hann er nú í Louvre-safninu í París.
Áritanirnar á honum eru á austrænu útgáfunni af tungu kananíta,
sem er náskyld hebresku.
Næstu
aldirnar 1300-1000 f.Kr.) var stöðugur ófriður beggja vegna Jórdanár.
Davíð konungur réðist á Moab og Edon og hafði sigra.
Þótt annað hafi verið talið, fékk Ammon með Rabbath Ammon
(Amman) sem höfuðborg sjálfstæði eftir dauða Davíðs 960 f.Kr.
Salómon lét byggja hafnarborg við Ezion-geber (síðar Elat)
við Aqabaflóa, þar sem kopar var unninn úr námum í Wadi
al-‘Arabah og þaðan var haldið uppi viðskiptum við arabaríki
sunnar á skaganum. Það
var alltaf grunnt á hinu góða milli Júdeu og Edom.
Hebreskur konungur, Amaziah, lagði Sela (Petra), höfuðborgina,
undir sig.
Næstu
innrásarherir komu frá Assýríu.
Adadnirani III (811 eða 810-783 f.Kr.) geystist yfir austurhluta
landsins að Edom.
Uppreisnir gegn Assýríumönnum voru gerðar á sjöunda og sjötta
áratugi 8. aldar f.Kr.
Í kjölfar þeirra lögðu þeir Ísrael í rust og sendu íbúana
í útlegð og skiptu landinu í héruð undir stjórn assýrískra
landstjóra.
Þessi stjórnunaraðferð Assýríumanna var við lýði þar
til veldi þeirra fell 612 f.Kr.
Assýrísku textarnir eru fyrstu heimildirnar um nabatíumenn,
sem réðu landinu sunnan og austan Edom (hinu forna Midían).
Eftir hrun Assýríu héldu moabítar og ammonítar áfram skærum
sínum í Júdeu, þar til hún féll í hendur Ný-Babýlona undir stjórn
Nebúkanesars II.
Fáar heimildir eru til um sögu Jórdaníu á þessum tíma og
þegar Persar voru herraþjóðin en á þessum tíma hröktu Nabatíar
íbúa Edoms til Suður-Palestínu.
Fyrsta
blómaskeið landsins varð, þegar hinir hellensku selsjúkar og tólómear
réðu ríkjum.
Viðskipti jukust og nýjar borgri risu.
Rabbath Ammon var skírð Fíladelfía og Jarash varð að
Antioch við Chrysorrhoas eða Gerasa.
Skærur milli selsjúka og tólómea gerðu nabateum kleift að
stækka ríki sitt til norðurs og auka tekjur sínar af úlfaldalestunum
og viðskiptum við Arabíu og Sýrland.
Norðurhluti Jórdaníu var um hríð í höndum gyðinga og sífelldur
ófriður ríkti milli makkabea (gyðinga) og selsjúka.
Flest Dauðahafshandritin eru frá þessum tíma.
Rómverjar
náðu undir sig konungsríkinu Nabateu 64-63 f.Kr undir stjórn
Pompeiusar.
Hann lét endurbyggja hellensku borgirnar, sem gyðingar eyddu og
kom á fót dekapolis, sambandi 10 fornra, grískra borga.
Landið hélt sjálfstæði sínu varð skattland.
Rómverjar virðast hafa notað landið sem vörn gegn ættflokkunum
í eyðimörkinni.
Árin 25-24 f.Kr. hóf hóf Árelíus Gallus ógæfuleiðangur
sinn þaðan í leit að Arabíu Felix.
Nabatea var um síðir innlimuð í Rómarveldi (Trajan 106
e.Kr.) og gerð að héraðinu Palestína Tertía.
Jórdanía blómstraði á rómverskum tíma og margar nýjar
borgir og þorp risu.
Landið allt, utan dekabpolis, var innlimað í nýtt hérað,
Arabía Petrea.
Fyrsta höfuðborg þess var Petra og síðar Busra ash-Sham í Sýrlandi.
Eftir 313 e.Kr. var kristnin viðurkennd og mikill fjöldi kirkna
var byggður.
Latneska
konungsríkið og yfirráð múslima.
Á 6. og 7. öldum voru löndin á Jórdaníusvæðinu lögð í
rust í sífelldum hernaði milli Býzantínumanna og sasanskra Persa.
Árið 627 hafði Heraklíus keisari loks fullnaðarsigur og kom
á reglu á ný, en Býzantíumennvoru svo þrotnir að kröftum, að þeir
gátu ekki staðið af sér hið nýja afl, sem vaknaði í Arabíu.
Árið 636 gjörsigruðu múslimar, undir stjórn Khalid ibn
al-Walid (sverði islam), býzantíska herinn í orrustunni við Yarmuk-ána
og náðu mestum hluta Sýrlands og Palestínu á sitt vald.
Kalífar
Umayyad-ættarinnar (660-750) gerðu Damaskus að höfuðborg sinni og
reistu veiðibústaði og hallir í Jórdönsku eyðimörkinni.
Enn sjást merki þeirra í Qasr ‘Amrah, Al-Kharanah, At-T ubah
og Qasr al-Mushatta.
Mörk rómversk virki voru endurbyggð.
Eftir að abbasídar komust til valda árið 750 varð Bagdad höfuðborg
og Sýrland, sem hafði verið aðalaðsetur kalífanna, var kúgað úr
hófi fram.
Jórdanía varð útundan vegna fjarlægðar frá valdamiðju ríkisins
og afturhvarf til
hirðingjalífsins (bedúínar) var eina úrlausnin.
Þegar krossferðariddararnir náðu Jerúsalem á sitt vald
1099, náði veldi þeirra austur fyrir Jórdanána og héraðið Oultre
Jourdain var stofnan með höfuðborgina Al-Karak.
Eftir brottför krossfaranna var saga Jórdaníu atburðasnauð.
Ottómanar náðu ekki völdum þar fyrr en á 16. öld og var
undir stjórn Damaskus.
Á
19. öld komu Ottómanar kirkassíum, kákasusfólki og öðrum flóttamönnum
fyrir í Jórdaníu til að tyrggja samgöngur sínar við Arabíu.
Þeir luku við lagningu Hejaz-járnbrautarinnar milli Damaskus
og Medína með aðstoð Þjóðverja árið 1908
Transjórdanía,
konungsríki hasimíta og Palestínustríðið.
Arabar fylktu liði með Bretum gegn Ottómönum í fyrri
heimsstyrjöldinni.
T.E. Lawrence, ofursti, var þeim til halds og trausts í
uppreisninni gegn Ottómönum 1916, m.a. þegar þeir rufu Hejaz-járnbrautina
1916. Í
júlí 1917 náði her Faysal ibn Husayn, prins af hasimítaætt,
Al-‘Aqabah og í október 1918 tóku bandamenn Amman og Damaskus.
Ráðstefnufulltrúar í San Remo á Ítalíu ákváðu tvískiptingu
yfirráðasvæða í Arabíu.
Bretar skyldu ráða Palestínu og Frakkar Sýrlandi.
Þessi ráðstöfun skildi svæðið með núverandi Ísrael
og Jórdaníu frá Sýrlandi.
Abdullah, bróðir Faysals, kom til Ma’an (þá hluta af Hejaz)
í nóvember 1920 með 2000 vopnaða fylgismenn til að fylkja ættflokkunum
gegn Frökkum, sem höfðu neytt Faysal til að segja af sér konungsvöldum
í hinu nýstofnaða konungsríki Sýrlandi.
Í apríl 1921 ákváðu Bretar, að Abdullah yrði konungur í ríki,
sem fékk nafnið Transjórdanía.
Bretar
náðu undirtökunum í Transjórdaníu, þar sem Ottómanar höfðu ríkt
áður.
Yfirráð þeirra voru staðfest í Þjóðabandalaginu 1922 og
þar með fengu Bretar all að því frjálsar hendur þar.
Í september var svæði, sem ætlað var gyðingum, greinilega
skilið frá yfirráðasvæði Breta og skýrt tekið fram, að
innflutningur gyðinga væri bannaður.
Í maí 1923 viðurkenndu Bretar sjálfstæði Transjórdaníu
undir stjórn emírsins Abdullah en komu því til leiðar, að stjórnarskrá
landsins fengi þeim full yfirráð yfir fjár-, her- og utanríkismálum
landsins.
Transjórdanar fengu fyrst fullt sjálfstæði eftir síðari
heimsstyrjöldina í samningum í London í marz 1946.
Abdullah lýsti sjálfan sig konung ríkisins að því loknu.
Ný stjórnarskrá tók gildi og árið 1949 var nafni landisins
breytt í Jórdaníu, konungsríki hasemíta.
Á
millistríðsárunum reiddi Abdullah sig á fjárhagslegan stuðning
Breta.
Þeir höfðu líka aðstoðað hann við að hinni sérþjálfuðu
Arabahersveitirnar, hersveitum bedúína undir stjórn þjálfaðra,
brezkra foringja.
Þær voru notaðar til að tryggja hollustu bedúína við
Abdullah.
Daginn eftir stofnun Ísraelsríkis og brotthvarf Breta frá
Palestínu, 15. maí 1948, gerðust Transjórdanar aðilar að fyrsta
stríðinu milli araba og Ísraela.
Arabahersveitirnar undir stjórn Glubb Pasha (John Bagot Glubb, síðar
Sir John) og egypzkar, líbanskar og írakskar hersveitir réðust inn
í Palestínu.
Í leynilegum viðræðum við Ísraela hafði Abdullah lýst því
takmarki sínu að innlima svæðið, sem Sameiðnuðu þjóðirnar höfðu
samþykkt að úthluta Palestínumönnum í nóvember 1947.
Því einhenti hann sér í innrás á Vesturbakkanum og rak Ísraelska
herinn frá Austur-Jerúsalem (gömlu borginn).
Við undirritun vopnahléssamninga milli Ísraels og Jórdaníu
3. apríl 1949 fengu Jórdanar u.þ.b. 5.400 km² svæði
og hálf miljón Palestínumanna, sem þar bjó, bættust í hóp
annarrar hálfrar miljónar Transjórdana.
Ári síðar innlimaði Jórdanía þetta svæði formlega.
Ísraelar og Bretar veittu þegjandi samþykki sitt en arabaríkin
og flestar aðrar þjóðir heims mótmæltu þessum ráðstöfunum.
Aðeins Bretar og Pakistanar viðurkenndu innlimunina.
Hún hafði í för með sér viðbót 400.000 Palestínumanna
auk fjölda folks í flóttamannabúðum við jórdönsku þjóðina og
ollu miklum efnahagslegum erfiðleikum og pólitískum væringum vegna
þess að lungi flóttamannanna var mótfallinn hasimítastjórninni.
Með þessu landsvæði fékk Abdullah í sinn hlut
Klettakirkjuna í gömlu Jerúsalem, sem vóg þungt vegna innlimunar
Mekka og Medína í Sádi-Arabíu í valdatíð föður hans.
Ungur
Palestínumaður, sem mislíkaði mjög afskipti konungs af þjóðernishreyfingu
landa sinna, réði Abdullah af dögum í Al-Ags-moskunni í Jerúsaelm
20. júlí 1951.
Sonur hans, Talal var lýstur óhæfur til ríkiserfða vegna geðrænna
vandamála í ágúst 1952 og sagði af sér.
Hussein ibn-Talal, sonur hans tók við völdum og var krýndur
á 18. afmælisdegi sínum 2. maí 1953. |