Irbid
er borg í Norður-Jórdaníu, þar sem voru byggðir manna á fyrri
hluta bronzaldar. Líklega
voru þar biblíuborgin Beth Arbel og ein dekapolis-borganna, Arbila, á
hellenskum tíma (1. öld f.Kr-2. öld e.Kr.).
Nú er þarna iðnaðarborg og miðstöð landbúnaðar í frjósamasta
héraði landsins. Fjöldi
linda á svæðinu auk Yarmuk-árinnar sjá fyrir áveituvatni.
Yarmuk-háskólinn var stofnaður í borginni árið 1976.
Þar er kennt á arabísku og ensku í deildum fyrir listir, vísindi,
efnahagsmál, menntun og verkfræði.
Áætlaður íbúafjöldi árið 1989 var 170.000.
Petra -
Hallargrafhýsið |