Amman Jórdanía,
Flag of Jordan


AMMAN
JÓRDANÍA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Amman, höfuđborg konungsdćmisins Jórdaníu, heitir Rabbah eđa Rabbat Bene ‘ammon (Hin mikla borg sona Ammons).  Hún hét Filadelfía á egypzkum tíma.  Hún er langstćrsta borg landsins og hin eina, sem er međ nútímayfirbragđi.  Borgin stendur í hćđóttu landslagi viđ ‘Ajlun-fjöll viđ árfarveg Wadi ‘Amman og ţverár hennar, sem flytja ađ hluta vatn allt áriđ.  Rétt norđan árinnar er ţríhyrningslöguđ slétta, ţar sem ađalbyggđin hefur alltaf veriđ (Al-Qal-ah).  Ţar hafa veriđ víggirt ţorp frá fornöld (4000-3000 f.Kr.).  Síđar varđ borgin ađ höfuđborg Ammoníta (semískur ćttflokkur, sem víđa er getiđ í biblíunni).  Jóab (Samúel II, 12:26), hershöfđingi Davíđs konungs, náđi borginni á sitt vald, ţegar hún náđi líklega ađeins yfir sléttuna.  Davíđ konungur sendi hittítann Úría í dauđann í bardaga viđ borgarmúrana til ađ hann gćti gifzt eiginkonu hans, Batsebu (Samuel II, 11).  Ţessi atburđur er líka hluti af ţjóđsagnahefđ múslima.

Ţegar tímar liđu, hnignađi Rabbah.  Tólómeus II, konungur Egyptalands réđi borginni á árunum 285-246 f.Kr. og kallađi hana Fíladelfíu.  Ţetta nafn hélzt á rómverskum og býzantískum tímum.  Fíladelfía var „dekapolis” (höfuđborg 10 borga) á hellenskum tíma frá 1. öld f.Kr. til 2. aldar e.Kr.  Rómverjar endurbyggđur borgina og enn ţá standa merki um veru ţeirra.  Á uppgangstímum islam tók arabíski hershöfđinginn Yazid ibn Abi Sufyan borgina (635).  Í kringum 1300 var hún gjörsamlega horfin, sagnfrćđingum til mikillar undrunar.  Áriđ 1878 byggđu Ottómanatyrkir borgina flóttamönnum (kirkassíum) frá Rússlandi.  Ţarna var bara lítiđ ţorp fram yfir fyrri heimsstyrjöldina.

Eftir stríđiđ varđ Transjórdanía hluti yfirráđasvćđis Palestínu en brezka stjórnin stjórnađi ţessu svćđi frá Vestur-Palestínu frá 1921.  Hún stofnađi konungsríkiđ Transjórdaníu undir yfirráđum Abdullah, sonar Husayn ibn ‘Ali, konungs Hejaz og borgarstjóra Mekka.  Amman varđ fljótlega höfuđborg hins nýja ríkis.  Nútímaţróun borgarinnar hófst á ţessum tíma og jókst til allra muna eftir ađ landiđ fékk sjálfstćđi 1946 og nafniđ Jórdanía.  Borgin stćkkađi hratt og mikill fjöldi flóttamanna frá Palestínu settist ţar ađ eftir stríđiđ viđ Ísrael 1948-49.  Flóttamannavandamáliđ varđ mjög alvarlegt eftir sexdagastríđiđ 1967, ţegar Jórdanía missti Vesturbakkann og önnur ítök vestan Jórdanárinnar.  Palestínskir hryđjuverkamenn hleyptu borgarastyrjöldinni af stađ 1970 á götum Amman.  Borgin varđ fyrir miklum skemmdum en jórdanska hernum tókst ađ bćla byltinguna niđur.

Amman er ađalmiđstöđ viđskipta og fjármála landsins.  Konungshallirnar eru austan viđ borgina og ţinghúsiđ í vesturhlutanum.  Jórdaníuháskóli var stofnađur 1962.  Ađaliđnađur borgarinnar byggist á framleiđslu matvćla og tóbaksvinnslu, vefnađarvöru, pappírsvinnslu, og framleiđslu plastvöru og áláhalda. Í úthverfunum eru verskmiđjur, sem framleiđa rafhlöđur og sement.  Amman er ađalsamgöngumiđja landsins.  Tveir ţjóđvegir liggja til vesturs til Jerúsalem og As-Salt í norđvestri.  Ađalvegurinn frá norđri til suđurs liggur til hafnarborgarinnar Al-Aqabah.  Rétt austan Amman er millilandaflugvöllurinn í grennd viđ gömlu Hejaz-járnbrautina.  Međal áhugaverđra stađa eru rústir gamla kastalans og fornleifasafniđ viđ hann og velvarđveitt, rómversk hringleikahús.  Áćtlađur íbúafjöldi borgarinnar áriđ 1989 var tćplega 1 milljón.

 TIL BAKA        Ferđaheimur - Garđastrćti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM