Jemen hagtölur,
Flag of Yemen


JEMEN
TÖLFRÆÐI

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Opinbert nafn:  Al-Jumhuriyah al-Yamaniyah (Lýðveldið Jemen).

Stjórnarhættir:  Fjölflokka lýðveldi með einnar deildar þingi (301), forseta og forsætisráðherra.

Höfuðborg:  San’a’.

Opinbert tungumál:  Arabíska.

Opinber trúarbrögð:  Islam.

Gjaldmiðill:  1 jemenskur rial (YRls) = 100 fils.

Íbúafjöldi 1998:  16.388.000 (29,5 á km²; 23,5% í þéttbýli; karlar 51,23%).  Áætlaður íbúafjöldi árið 2010 24.800.000.  Tvöföldunartími 21 ár.

Aldursskipting 1994:  15 ára og yngri, 51,3%; 15-29 ára, 22,9%; 30-44 ára, 12,8%; 45-59 ára, 7,7%; 60-74 ára, 4%; 75 ára og eldri, 1,3%.

Þjóðflokkar 1986:  Arabar.

Trúarbrögð 1980:  Múslimar 99,9% (sunni 53%, Shii 46,9%, aðrir 0,1%)

Helztu borgir 1995:  San’a’ (972þ), Aden (562þ), Ta’izz (290þ), Al-Hudaydah (246þ), Al-Mulkalla (59þ).

Fæðingatíðni miðuð við hverja 1000 íbúa 1994:  45,1 (heimsmeðaltal 25).

Dánartíðni miðuð við hverja 1000 íbúa 1994:  11,8 (heimsmeðaltal 9,3).

Náttúruleg fjölgun miðuð við hverja 1000 íbúa 1994:  33,3 (heimsmeðaltal 15,7).

Frjósemi miðuð við hverja kynþroska konu 1994:  7,4.

Lífslíkur við fæðingu 1994:  Karlar 55,9 ár, konur 59,1 ár.

Helztu dánarorsakir miðaðar við hverja 100.000 íbúa:  Engar upplýsingar.  Barnadauði er hár (13‰-19‰) og sængurdauði einnig.

Fjárlög 1995:  Tekur:  YRls 87.951.000.000.  Gjöld:  YRls 128.140.409.000 (hermál 25,2%, skólakerfið 17,6%, lögregla 8,1%, heilbrigðiskerfi 4,7%).

Framleiðsla (í rúmmetrum, nema annars sé getið)

Landbúnaður 1997:  Fóðurgras (sorghum; 450.000), tómatar (225.000), kartöflur (185.000), hveiti (170.000), vínber (153.000), vatnsmelónur (95.000), bananar (79.000), laukur (68.000), papæja (57.500) og hirsi (56.000).  Kvikfé (fjöldi):  Sauðfé 4 milljónir, geitur 3,6 milljónir, nautgripir 1,19 milljónir, asnar 0,5 milljón, drómedarar 180.000, hestar 3000, hænsni 21,9 milljónir.  Timbur 1995:  324.000 rúmmetrar.

Fiskveiðar 1994:  86.811 tonn.

Námugröftur 1994:  Salt 280.000, gips 80.000.

Framleiðsla iðnaðarvara 1995 (verðmæti í milljónum):  Matvæli, drykkjarvörur og tóbak YRls 41.733.2, efnavara YRls 13.654.3, málmleysingjar YRls 7.439.6, pappírsvörur YRls 2.601.8, hrámálmar YRls 2.182.8, fatnaður, dúkur og leður YRls 1.171.3, timburvörur YRls 373.1.

Byggingariðnaður:  Engar upplýsingar.

Orkuframleiðsla (notkun):  Rafmagn 1994:  1.958.000.000 kW-stundir (1.958.000.000).  Hráolía (tunnur 1996):  135.050.000 (1994: 25.945.000).  Olíuvörur í rúmmetrum 1994:  3.330.000 (3.100.000).

Vinnuafl 1994:  3.320.960 (24,4%; 15 ára og eldri 45,8%, konur 18,2%, atvinnuleysi 50%).

Verg þjóðarframleiðsla 1996:  US$ 6.016.000.000.- (US$ 380.- á mann).

Fjölskyldan 1994:  6,7.

Ferðaþjónusta 1995:  Tekjur US$ 38.000.000.-.  Gjöld US$ 76.000.000.-

Erlendar skuldir 1996:  US$ 5.622.000.000.-.

Landnotkun 1994:  Skólendi 3,8&, beitiland 30.4%, ræktað land 2,9%, annað 62,9%.

Innflutningur 1995:  US$ 1.537.800.00.- (vélar og samgöngutæki 23.1%, iðnvarningur 23%, matvæli og lifandi dýr 22,1%, efnavörur 8,2%, eldsneyti 7,9%, drykkjarvörur og tóbak 2,1%)  Aðalviðskiptalönd:  Arabalönd 32.8%, Asía 28,1%, Ameríka 11,6% (BNA 7,7%).

Útflutningur 1995:  US$ 1.780.600.000.- (eldsneyti 95,3%, matvæli og lifandi dýr 2,5%, hráefni úr jörðu 1,2%)  Aðalviðskiptalönd:  Asía 85,4%, Arabalönd 9,8%, Afríka 3,3%, ESB 0,6%, Ameríka 0,3%.

Samgöngur.  Járnbrautir:  Engar.  Vegakerfið 1995:  64.605 km (m/slitlagi 7,9%).  Farartæki 1995:  fólksbílar 229.084, vörubílar og rútur 282.615.  Kaupskipafloti 1992:  Skip 100 brúttótonn og stærri alls 40.  Fugvellir með áætlunarflugi 1997:  11.

Menntun.  Þáttaka í skólakerfinu 1986:  10 ára og eldri án menntunar 74,2%.  Lesandi og skrifandi 19,8%.  Barnaskóli 4%.  Gagnfræðaskóli 0,6%.  Æðri menntun 0,6%.  Læsi 1994:  15 ára og eldri 43,2% (karlar 68,6%, konur 23,1%).

Heilbrigðismál 1995:  Einn læknir fyrir hverja 4530 íbúa.  Eitt sjúkrarúm fyrir hverja 1582 íbúa.  Barnadauði miðaður við hver 1000 lifandi fædd börn 1994:  80,9.

Næring 1995:  Meðalkaloríur á dag 2.025 (grænmeti 94%, kjöt 6%), 84% af viðmiðun FAO.

Hermál.  Fjöldi hermanna 1997:  66.300 (landher 92%, sjóher 2,7%, flugher 5,3%).  Útgjöld til hermála 1993:  15,7% af vergri þjóðarframleiðslu eða US$ 100.- á mann á ári.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM