Socotra Jemen,
Flag of Yemen


SOCOTRAEYJA
JEMEN

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Socotra er stærsta eyjan í eyjaklasa í Indlandshafi, 340 km suðaustan Jemen.  Heildarfrlatarmál hennar er 3600 km².  Hajhir-fjöll rísa upp úr henni miðri og strandláglendið að norðanverðu er mjótt en breiðara að sunnanverðu.  Suðvestan og vestan Socotra eru smærri eyjarnar Sambah og Darzah Al-Ikhwan, sem eru oft kallaðar Bræðurnir, og ‘Abd Al-Kuri.  Eyjarnar eru á kórallagrunni og voru hugsanlega tengdar Afríku og Arabíuskaga á fyrri jarðsögutímum.  Margt fágætra og frægra plantna vex á eyjunni, s.s. mirra, frankareykelsi og drekablóðstré.

Nafn eyjarinnar er rakið til sanskrít (dvipa-sakhadara; Eyja unaðarins).  Hennar er getið í fjölda þjóðsagna.  Íbúarnir voru löngum kristnir en á 17. öld voru þau trúarbrögð útdauð.  Soldánar Mahra í Suðaustur-Jemen réðu eyjunni lengi.  Portúgalar komu sér þar fyrir á árunum 1507-11.  Árið 1834 reyndu Bretar árangurslaust að kaupa eyjuna.  Skömmu eftir 1880 þáði soldáninn engu að síður brezka vernd fyrir konungsdæmi sitt.  Það lagðist af árið 1967, þegar Socotra varð hluti hins sjálfstæða ríkis Jemen (Aden). 

Fastir íbúar eyjarinnar stunda fiskveiðar, perluköfun og smálandbúnað.  Inni á eyjunni annast hirðingjar nautgripi og önnur húsdýr og rækta svolítið korn.  Eyjaskeggjar flytja út smjör (ghee), fisk og frankareykelsi.  Höfuðborgin er Hadiboh (Tamrida) á norðausturströndinni.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1984 var 51 þúsund.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM