Jemen menningin,
Flag of Yemen


JEMEN
MENNINGIN

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Jemen er hluti hins islamska heims og þar koma fram mörg nútímaeinkenna trúarbragðanna.  Landsmenn eru engu að síður mjög stoltir af uppruna sínum, sem er mun eldri en hin islamska saga landsins.  Þjóðminjasafnið og Forngripasafnið í Aden geyma áhugaverða gripi frá þessum tíma.  Hinir fornu Jemenar kynntust fjölda menningarsvæða í viðskiptum sínum við lönd handan hafsins og við enda verzlunarleiða á landi.  Grikkir, Rómverjar, Indverjar, Indónesar og kínverjar höfðu og hafa enn menningarleg áhrif á Jemena.  Giftingarsiðir Indverja og Jemena eru líkir og býzantískra áhrifa gætir í trúarlegri tónlist og guðþjónustum.

Meðal hefða við giftingar og aðrar samkomur eru dansar, sem eru stignir með eða án tónlistar.  Karlar og konur dansa þá aðskilin.  Dansar karlanna eru oft dansaðir með hefðbundum vopnum, .s.s jambiyah-rýtingnum.  Nokkrir eiginleikar hljóðfæra Jemena og tónlistar eru einstakir.

Byggingarstíllinn er kunnasti þáttur menningar Jemena.  Hann má reka rúmlega tvær teinaldir aftur í tímann.  Í fjalllendi landsins eru hús byggð úr tilhöggnum steini, allt að sex hæða há með mjög skreyttum gluggum og öðrum fagurlega skreyttum hlutum til að auka enn á áhrif hæðar þeirra.  Á eyðimerkursvæðunum eru húsin oftast úr þurrkuðum múrsteini og múrsteinslögin eru oft lituð til skreytingar.

Nú á dögum eru fáir hagleiksmenn á sviði smíði úr silfri og gulli (víravirki), skartgripa, vefnaðar, járnsmíði og steinsmíði.  Fyrrum voru jemenskir fagmenn á þessum sviðum í miklum metum.  Á mörkuðunum eru nú að mestu innfluttar vörur, sem eru lítt áhugavekjandi og í lágum gæðaflokki.

Munnleg sagnahefð er útbreiddasta hefðin.  Hún kemur fram í málsháttum, þjóðsögum og ljóðum, sem fjalla um ódauðlegt efni (ást, dauða o.fl.) og sögu landsins, ævisögur, trúarbrögð og hefðir.  Nútímasamgöngur og útgáfustarfsemi og ljósvakamiðlar hafa gert Jemena að óaðskiljanlegum hluta arabískra bókmennta, hvort sem um er að ræða skáldskap eða sögulegan og pólitískan fróðleik.

Marxíska ríkisstjórnin í fyrrum Suður-Jemen stjórnaði fjölmiðlum, menntun og viðskiptum og takmarkaði mjög þátttöku þjóðarinnar í mótun alþjóðlegrar menningar á mestu meinlætaárunum (síðla á áttunda og fyrri hluta níunda áratugarins).  Yfirvöld í norðurhlutanum iðkaði líka takmarkanir á ýmsum sviðum til að komast hjá áhrifum frá suðurhlutanum.

Árið 1990, þegar löndin sameinuðust, breyttust þessar aðstæður gífurlega.  Síðan þá hefur dagblöðum og tímaritum, sem fjalla um stjórnmál, félagsmál, efnahagsmál og menningarmál fjölgað mjög og ríkisfjölmiðlarnir losnuðu úr heljargreipum yfirvalda.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM