Al
Hudaydah eða Hodeida er borg við Rauðahafið.
Hún er ein aðalhafnarborga landsins norðan Bab el Mandeb-sunds
og suðvestan San’a’, höfuðborgar landsins.
Meðal útflutningsvara, sem fara um höfnina, eru kaffi og húðir.
Borgin
var að mestu endurbyggð eftir mikinn eldsvoða 1961 og
hafnarmannvirkin voru endurbætt og stækkuð.
Þjóðveginum milli Al Hudaydah og San’a’ var lokið 1961.
Áætlaður íbúafjöldi árið 1986 var 155 þúsund. |