Mikilvægasta
hafskipahöfn Japans er á vesturströnd Tokyo-flóa, 25 km sunnan Tókíó,
í Yokohama. Þangað
ekur fólk með Yokosuka-lest JNR frá aðalbrautarstöð Tókíó.
Báðar borgirnar hafa stækkað svo mjög, að mörkin á milli
þeirra eru orðin ósýnileg og firnastórt, samfellt þéttbýli hefur
myndazt. Íbúafjöldinn í
Yokohama sjálfri er u.þ.b. 3 milljónir.
Miðborgin er lýsandi dæmi um velheppnaðs borgarskipu-lags.
Í næsta nágrenni hennar eru hverfi, sem útlendingar byggðu
á 19.öld. Meðal áhugaverðustu skoðunarstaða Yokohama er
útlendingakirkjugarðurinn, Yamashita-garðurinn með góðu útsýni yfir
höfnina, garðurinn *Sankei-en (fallegur garður með fjölda sögulegra
bygginga) og aðalverzlunargatan, Isezaki-cho.
Yokosuka-lestirnar
aka áfram 40 km til Kamakura við Sagamiflóa (180 þ. íb.),
sem var höfuðborg landsins á tímum Minamoto-herstjóranna 1185-1333.
Strendurnar á milli Kamakura og Enoshima eru mjög vinsælar og
fjölsóttar á sumrin.
Skoðunarverðast
í hinni rólegu borg Kamakura er **Stóra búddalíkneskið
(Daibutsu; 11,4 m há bronzstytta) í suðvesturhlutanum, nærliggjandi Hase-Kannon-hofið, *Tsurugaoka-Hachimangu-hofið (norðaustan brautarstöðvarinnar), búddahofin Engakuji, Kenchoji, Gokurakuji, nýlistasafnið og *borgarsafnið
(Kamakura Kokuhokan; list frá Kamakura- og Muromachi-tímunum).
Nú á dögum er Kamakura viðurkennd miðstöð lista og mennta.
U.þ.b.
25 mínútna siglingu frá Kamakura er eyjan Enoshima (600 m löng
brú tengir hana við meginlandið frá þorpinu Katase; Odakyu-lestin
ekur þangað alla leið frá Shinjukustöðinni í Tokyo).
Á eyjunni, sem er mjög vinsæll staður meðal Japana sjálfra,
er Enoshima-hofið, sem var byggt árið 1182.
Upp að því liggja 300 steinþrep.
Sunnan
Yokohama og Kamakura gnæfir Miura-skaginn upp úr Kyrrahafinu
(JNR-Yokosuka-lestin frá aðalbrautarstöðinni í Tókíó og
Keihin-Kyuko-lestinni frá Shingagawa-stöðinni).
Því miður eru strendur skagans talsvert mengaðar vegna nálægðar
hins risavaxna þéttbýlis, þannig að ráðlegt er að nota frekar
strendur Izuskagans vestar.
Yokosuka
(við YNR-brautina; 420 þ. íb.) er aðalborgin á Miura-skaganum.
Þar er lífleg fiskibátahöfn (líka sjóherstöð Bandaríkjamanna),
sem gott er að nota sem upphafsstað til skoðunarferða.
Þar liggur við stjóra flaggskip Togo aðmíráls, Mikasa, sem
hleypt var af stokkunum árið 1900 og var notað í rússnesk-japanska
stríðinu og lagt árið 1923. Það
var opnað sem safnskip árið 1961.
JNR-lestirnar
fara ekki lengra en til Kurihama, annars fiskibæjar, með góðum baðströndum.
Þar er minnismerki úr steini um bandaríska flotaforingjann
Perry.
Handan
Tókíóflóans er mun stærri skagi, Boso, sem kallaður er forðabúr
höfuðborgarinnar vegna landbúnaðar- og sjávarafurðaframleiðslunnar
þar. Járnbrautarsamgöngur eru á milli aðalbrautarstöðvarinnar
í Tokyo og Chiba, sem er góð miðstöð til skoðunarferða um
skagann.
Umhverfis
Chiba er rekinn mikill landbúnaður og þar er hægt að kynnast Japan
fortíðarinnar. Skógi
vaxnir, keilulaga hólar, fögur strandlengjan og fjöldi skrína líkjast
helzt ævintýralegri pennateikningu.
Vegna þess, hve langan tíma tekur að aka með troðfullum
lestum til þessa landshluta frá Tókíó, eru baðstrendurnar
yfirleitt ekki eins fjölsóttar og hinar nærtækari.
Innkaup:
Meðal
þess, sem gaman er að gera í Japan, er að fara í verzlanir.
Vöruúrval er mikið og gæði mikil, enda er dýrt að verzla.
Stórverzlanir stórborganna eru þess virði að skoða nánar,
þótt ekkert sé keypt. Þær
gefa hugmyndir um Japan nútímans.
Aðal-stórverzlanir Tokyo eru í hverfunum 'Ginza', 'Nihonbashi'
og 'Shinjuku'. Auk þeirra
er fjöldi stórra og smárra sérverzlana.
Bókabúðin
'Maruzen' í samnefndri stórverzlun (6, Tori-Nichome, Nihonbashi,
Tokyo) býður mikið úrval bóka um Japan.
Sama er að segja um bókabúðirnar 'Kinokuniya' í 'Shinjuku'
og 'Jena' í 'Ginza'.
Útlendingum
býðst mikið úrval vara án virðisaukaskatts.
Helzt er mælt með skartgripum (perlur, eðalmálmar, skjaldbökuskeljar,
kórallar, bernstein, fílabein, Cloisonné-gripir), pelsum, veiðivopnum,
tölvuleikjum, ljósmyndavörum (verðlag líkt og í Hongkong) og úrum.
Þegar keyptir eru elektrónísk tæki, er nauðsynlegt að ganga
úr skugga um, að hægt sé að fá þjónustu tengda þeim í Evrópu. Til þess að fá endurgreiðslueyðublað vegna virðisaukaskatts
þarf að framvísa vegabréfi í verzlunum og sýna það ásamt vörunum
við brottför, t.d. á flugvelli, þar sem endurgreiðslan fer fram.
Skatturinn nemur milli 5% og 40%.
Mælt
er með kaupum á japönskum listmunum, þótt þeir séu dýrir.
Þá er einkum um að ræða keramíkvörur, muni úr tré (líka
lakkaðir), dúkkur, batík o.fl. Í
slíkum viðskiptum er algengt að prútta um verð.
Silkivörur eru í hágæðaflokki.
Gott dæmi um fatnað úr silki er lindi fyrir kvenmorgunsloppa,
sem kemur e.t.v. ekki að gagni sem slíkur, heldur sem fallegt
veggskraut.
Talið
er, að beztu kjörin við listmunainnkaup fáist í Kíótó.
Gamlar hefðir við gerð listmuna eru í hávegum hafðar í þessari
fyrrum höfuðborg landsins, s.s. silkigerð og vinnsla lakkaðra trémuna,
einkum svartgylltra og rauðgylltra í stíl 'Tokugawa'-tímans.
Einnig eru framleiddar dúkkur og keramíkvörur. Flestar verzlanir með list-muni er að finna við gatnamót
'Kawaramachi-dori' og 'Shijo-dori' og götuna 'Shimonzen-dori'.
Keramíkvörur fást við 'Gojo-dori'.
Auk þessa fást alls konar málverk, tréprentanir, lampar o.fl.
Veitingahús í Tókíó:
Furusato
er í grennd við Shibuyaki. Það
er í rúmlega þriggja alda gömlu timburhúsi og býður hefðbundina
Tokyo-matargerð og eftir kl. 19:00 hefst japönsk tónlist og dansar.
'Nadaman'
í Imperial hótelinu býður óvenjulega japanska rétti líkt og í
New Otani hótelinu.
'Inakaya'
(bæði í 'Roppongi' og 'Akasaka') býður rétti, sem gesturinn hefur
valið hráefni í og kokkarnir matreiða þau á hnjánum á bak við
afgreiðsluborðið. Réttirnir
eru framreiddir á löngum trébökkum.
'Edogin'
við fiskmarkaðinn er áhugaverður 'Sushi'-staður. Þar velur gesturinn fiskinn lifandi úr steinkerjum.
''Ten'Ichi'
(í 'Ginza', 'Akasa' og 'Shinjuku') eru rómuðastu 'Tempura'-veitinga-húsin.
'Inagiku'
er í grennd við 'Kayabacho' - neðanjarðarbrautarstöðina.
'Tonki's'
í grennd við 'Meguro'-brautarstöðina býður 'Tonakatsu', svínakótel-lettur.
'Maxim's'
er vestrænn veitingastaður í Sony-byggingunni og
'La
Promerade' við 'Hibiya'-garðinn.
Bæði frönsk.
'The
Swiss Inn' er í Roppongi. Svissneskt.
'Anna
Miller's' er í 'Asaka'.
'The
Lamp Light' er í 'Minami-Aoyama' og Viktoríustöðinni í 'Roppongi'.
Tvö síðastnefndu eru bandarísk.
Þar
að auki er fjöldi alþjóðlegra veitingahúsa, s.s. ítalskra,
indverskra, kínverskra o.fl. |