Sendai Japan,
Flag of Japan


SENDAI
JAPAN

.

.

Utanríkisrnt.

Sendai er höfuðborg Miyagi-héraðs á Norður-Honshu-eyju milli ánna Nanakita-gawa og Hirose-gawa.  Höfðingi nokkur hannaði borgina fyrir Date daimyo-fjölskylduna.  Rúsir 16. aldar kastala standa á Aoba-yama (hæð) í vesturhluta núverandi borgar.  Sendai er stærsta borg og viðskiptamiðstöð Tohoku-svæðisins og setur héraðsstjörnarinnar.  Hún er mikilvæg miðstöð járnbrauta og á mikið undir hafnarborg sinni Shiogama við Matsushima-flóa.  Mestur hluti iðnaðarframleiðslu borgarinnar er seldur á heimamarkaði.  Umhverfis borgina eru ræktuð hrísgrjón og ávextir.

Sendai er menntamiðstöð og setur Tohoku-háskóla.  Innan borgarmarkanna eru einhver flestu og stærstu grænu svæði borga Japans vegna endurbyggingarinnar eftir síðari heimsstyrjöldina.  Shinto-helgidómurinn Osaki Hachiman er rómaður fyrir byggingarstílinn.  Stjörnuhátíðin (Tanabata Matsuri) dregur til sín mikinn fjölda ferðamanna ár hvert (6.-8. ágúst).  Áætlaður íbúafjöldi árið 1983 var 660 þúsund.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM