Sapporo
er höfuðborg Hokkaido-héraðs við Ishikari-gawa (Ishikari-ána). Borgin var skipulögð árið 1871 með breiðum, trjáprýddum
breiðgötum, sem skerast í réttum hornum, og gerð að höfuðborg
1886. Uppruna borgarinnar má
rekja til þróunarvinnu hjá Byggingarstofnun ríkisins.
Nú er borgin mikil miðstöð viðskipta ásamt hafnarborginni
Otaru við Japanshaf. Mikið
er framleitt af matvælum, byggingartimbri og prentuðu efni og útgáfustarfsemi
er mikil. Þarna er mikil járnbrautamiðstöð
og Chitose-flugvöllur er nýttur fyrir innanlandsflug. Á níunda áratugi 20. aldar var unnið að gerð ganga
undir Tsugaru-kaikyo (Tsugaru-sund).
Sapporo
er vinsæl miðstöð skíðaíþróttarinnar og annarra vetraríþrótta.
Þar voru Vetrarólympíuleikarnir haldnir árið 1972.
Árleg snjóhátið er mjög vinsæl og byggist verulega á gerð
risamynda úr þjöppuðum snjó. Hokkaido-háskóli (1876), Gakuen Kitami háskóli.
Mjög fallegur grasagarður er í borginni.
Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var tæplega 1,7 milljónir. |