Oita
er höfuðborg Oita-héraðs á Norðaustur-Kyushu-eyju og hafnarborg við
Beppu-flóa.
Hún er miðstöð iðnaðar og kunn fyrir kvikfjárrækt og kjötvinnslu
og hrásilki.
Hún var setur Otomo Daimyos, valdamestu höfðingja eyjarinnar,
frá 13. öld.
Portúgalski sæfarinn Femao Mendes Pinto lenti við Funai (nú
Oita) árið 1543 og kynnti Japönum skotvopn.
Jesúítar komu sér upp trúboðsstöð þar skömmu síðar.
Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var rúmlega 400 þúsund. |