Niigata
er höfuðborg Niigata-héraðs á Miðnorður-Honshu-eyju.
Hún er við strandjaðar Echigo-sléttunnar við ósa Shinano-árinnar.
Niigata var mikilvæg hrísgrjónahöfn við Japanshaf á höfðingjatímanum,
þegar viðskipti við Suður-Kóreu og Rússland blómstruðu.
Nú fer mikið magn af innfluttum kolum og hráefnum um höfnina.
Í borginni er talsvert framleitt af efnavöru, baðmullarvöru,
málmum, vélbúnaði, pappír og skip smíðuð.
Birgðir náttúrugass á svæðinu og nægt rafmagn frá
vatnsorkuverum laða að stóra iðnframleiðendur. Árið
1964 olli stór jarðskjálfti miklu mann- og eignatjóni.
Áætlaður íbúafjöldi árið 1993 var tæplega hálf milljón. |