Nara Japan,
Flag of Japan


NARA
JAPAN
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Nara er u.þ.b. 40 km sunnan Kíótó.  Hún var fyrsta varanlega höfuðborg Japan á árunum 710-784.  Áður höfðu stjórnsetrin færst til eftir dauða hvers þjóðhöfðingja.  Þótt Nara sé nú bara héraðshöfuðborg, eru þar enn þá mörg álitleg hof (mörg frá 7.öld), söfn og fjársjóðir úr Búddahofum.

Ferð frá Kíótó til Nara (Nara-kintetsu-stöð) með lest tekur u.þ.b. 1 klst. og frá Ósaka (Namba-stöð) u.þ.b. 40 mín.

Austan brautarstöðvarinnar er **Nara-garðurinn (525 ha), hinn stærsti sinnar tegundar í Japan.  Milli risavaxinna, gamalla trjáa eru mörg sögulega mannvirki.  Mikið er um dádýr, sem talin eru boðberar guðanna.

Við innganginn í garðinn er *Kofuku-ji-hofið, eitt sjö stórra hofa í Nara (byggt árið 710).  Það er miðstöð Búddareglunnar Hosso.  Núverandi byggingar eru nýrri en upprunalega hofið.  Fimm hæða pagódan var byggð 1426 og síðan endurnýjuð reglulega í sömu mynd.  Þekktasta hlið hennar sést handan Sarusawa-tjarnarinnar, sem hún speglast í.

Austan Kofuku-ji er *Þjóðminjasafnið.  Þar er til sýnis Búddalist frá Nara-tímanum (að mestu úr nærliggjandi hofum).  Mun auðveldara er að skoða þessa gripu í safninu en í hofunu, þar sem er oftast hálfrökkvað.

Í norðurhluta Nara-garðsins er *Todai-ji-hofið (Stóra austurhofið), eitt hinna sjö stóru.  Það er aðalmiðstöð Búddareglunnar Kegon.  Suðurhliðið 'Nandaimon' er aðalinngangur þess.  Það er tveggja hæða og stendur á 18 súlum.  Í hliðarútskotum þess standa tvær stórar styttur af varðmönnum.  Hofið er frægast fyrir rúmlega 16 m háa *bronzstyttu af sitjandi Búdda, sem steypt var á árunum 745-749.  Styttusalurinn er 57 m langur, 50,5 m breiður og 48,7 m hár og þar með stærsta timburmannvirki heims, þótt það hafi minnkað við rækilega endurbyggingu árið 1709 eftir að hafa látið mikið á sjá í gegnum tíðina.  Á hofsvæðinu eru einnig:  Hof annars mánaðarins (Nigatsu-do), sem skírt var svo vegna vatnsandahátíðar í öðrum mánuði ársins, og Hof þriðja mánaðarins (Sangatsu-do) með mörgum stórkostlegum höggmyndum frá 8.öld.  Næst fyrir vestan Todai-ji er litla Kaidan-in-hofið, sem er frægt fyrir málarðar leirstyttur af vörðum himinsins.  Á bak við það er gersemahúsið, Shoso-in, sem er
oftast lokað.

Austast í Naragarðinum er *Kasuga-hofið frá 8.öld.  Það er í fjórum byggingum.  Á leiðinni þangað verður fyrir grasagarðurinn og dádýragarðurinn (Rokuen).  Handan hliðsins 'Nin-to er stígur girtur u.þ.b. 3000 ljóskerjum úr steini, sem er kveikt á tvisvar á ári á Mandoro-hátíðum (13. marz er áhugaverð skrúðganga).  Óbrotnar hofbyggingarnar eru mismunandi útlits vegna rauðmálaðra bjálka og hvítkalkaðra eldri húsa, sem hafa látið á sjá fyrir tímans tönn.

Norðan borgarmiðjunnar er Nara-Dreamland, skemmtigarður í líkingu við Disneyland.


UMHVERFI  NARA
Fimm km suðvestan Nara eru hofin *Toshodai-ji og *Yakushi-ji.  Í aðalsal hins fyrrnefnda er 3,3 m há setstytta Rushana-butsu (þurrlakkstækni) auk annarra merkilegra höggmynda.  Í Yakushi-ji eru frægar styttur 'Yakush-Trinitas, sem voru upprunalega gylltar en sortnuðu í bruna árið 1528.

Rúmlega 13 km sunnan Nara eru elztu varðveittu hofbyggingar landsins, **Horyu-ji.  Þessi glæsilegu hús eru frá Akusa-tímanum (552-645) eru álitin full-komnasta samstæða Búddabygginga og frábært dæmi um kínverska byggingarlist 7.aldar.  Þarna er að finna listaverk frá öllum menningarskeiðum landsins.  Hofið skiptis í tvo hluta, Sai-in (vesturhlutinn; 31 hús) og To-in (austurhlutinn; 14 hús).  Langflestir byggingarstílar Japans sjást í þessum húsum.  Í aðalsalnum (Kondo) Sai-in eru bronzstytturnar Shaka-Trinitas (623).  Við hliðina á honum er fimm hæða pagóda.  Í To-in-hlutanum ætti að veita draumasalnum athygli (Kannontréstytta).

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM