Kyushu
er syðst Japanseyja. Hún
er í heittempraða beltinu og þar eru hverir, eldfjöll og fjöldi sögustaða,
sem bera merki um menningarleg tengsl við meginland Asíu og Evrópu.
Flatarmál eyjarinnar er 36.554 km².
Beinar flugsamgöngur
eru á milli Tókíó og borganna Fukuoka, Kumamoto, Nagasaki og
Miyazaki. Lestarsamgöngur
frá Tókíó og Ósaka (Shinkansen-hraðlestin og hraðlestir; 10 klst.
til Nagasaki). Einnig eru
áætlunarferðir farþegaskipa milli Beppu við Setonaikaihaf og Ósaka og Kobe.
Fukuoka,
á norðurhlutanum, er mikilvægasta verzlunar- og iðnaðarborg
eyjarinnar. Elzti hluti
borgarinnar heitir Hataka.
Fimmtíu
km vestar er hafnarborgin Karatsu og austan hennar er strandlengjan
Niji-no-Matsubara. Þar er
hin frábæra baðströnd *Matsu-uragata umgirt gömlum furutrjám.
Nagasaki
(450þ.íb.) er í fallegu umhverfi og vinsæl meðal ferðamanna (þriggja
tíma lestarferð frá Fukuoka). Friðargarðurinn
með vetnissprengjusafninu er skoðunarverður.
Hinn 9. ágúst 1945 varpaði bandaríks flugvél annarri
vetnis-sprengjunni í síðari heimsstyrjöldinni á Nagasaki.
*Sofuku-ji-hofið var stofnaði Zen-meistari árið 1629
og nærliggjandi „Gleraugnabrú" (Meganehashi) auk Glover's
Mansion (fyrrum bústaður ensks kaupmanns; oft notað til uppfærslu á
"Madame Butterfly" eftir Puccini; gott útsýni yfir höfnina)
eru meðal skoðunarverðra staða í borginni.
Katólska kirkjan 'Urakami' (1914) og grafreitur 26 kristinna
manna (þar á meðal Franciscus Xaverius, síðar dýrlingur), sem voru
krossfestir þar 5. febrúar 1597, eru sögustaðir kristinboðs í
Japan.
Eftir
þriggja tíma akstur til austurs frá Nagasaki komum við til
Unzen-onsen-hverasvæðisins og baðstaðarins í *Unzen-Amakusa-þjóðgarðinum.
Amakusaeyjar tilheyra einnig þjóðgarðinum.
Austan
Nagasaki, handan Shimabara-víkurinnar, er borgin Kumamoto (540þ.
íb.). Hún er hentugur
dvalarstaður þeirra, sem vilja skoða umhverfið nánar, s.s.
Asoeldfjallið. Kastalinn í Kumamoto var upprunalega byggður á árunum
1601-1607 Kato Kiyomasa, einn herstjóra Toyotomo Hideyoshi og stjórnandi
héraðsins, lét reisa hann. Kastalinn
var að mestu jafnaður við jörðu í Satsuma-uppreisninni 1877. Turninn var endurreistur árið 1960.
Austan
Kumamoto er *Aso-þjóðgarðurinn og í honum miðjum er hið virka
eldfjall **Aso. Gígbarmar
þess er í 800-900 m hæð yfir sjó og umlykja einhverja stærstu öskju
í heimi. Hún er 23 km löng
og 16 km breið.
Sunnan Kumamoto er
hin fagra vík Yatsushiro, sem kunn er fyrir rauðleit ljósafyrirbrigði
síðsumars (shiranui). Þessi ljósagangur breiðist út yfir hafflötinn og enn
þá hefur ekki tekizt að skýra hann vísindalega.
Skammt
sunnan Yatsushiro er hinn vinsæli hveraheilsustaður Hinagu.
Þaðan er fallegt útsýni yfir Amakusa-eyjar, þar sem tugir
þúsunda kristninna Japana voru drepnir á 17.öld.
Höfuð þeirra eru grafin í Amakusa, Hagsaki og Shimabara (við
rætur Unzen-fjalls).
Beppu
á austurströndinni er einn vinsælasti heilsubótarstaður Japans.
Þar eru rúmlega þrjú þúsund *hverir.
Heit sandböð eru sérstaklega vinsæl. |