Kumagaya
er borg við Ara-ána í Saitama-héraði á Honshu-eyju.
Hún var nefnd eftir 12. aldar stríðsmanninum Kumagai Naozane.
Á Tokugawa-tímanum (1603-1867) var hún miðstöð póstsamgangna
og dreifingar og silkimarkaður og endastöð flutninga á Ara-ánni.
Miðhluti borgarinnar eyðilagðist í síðari heimsstyrjöldinni
en var endurbyggður og borgin hefur vaxið í það að verða aðalstjórnsýslu-
og flutningamiðstöð í norðurhluta héraðsins.
Talsvert er um þungaiðnað, sem hófst 1961 auk silkiðnaðarins.
Áætlaður íbúafjöldi árið 1994 var tæplega 160.000. |