Norðurhluti
aðaleyjarinnar, Honshu, er oftast kallaður Norðaustur-Japan eða
Tohokuhérað. Þar er allt með
rólegra yfirbragði og vingjarnlegra en í þéttbýlinu sunnar.
Sendai er héraðshöfuðborg og hin þýðingarmesta í þessum
lands-hluta. Hún er kunn
fyrir hefðbundnar handiðnir (lakkvörur, kopar- og járnvörur, vefnaðarvörur
og Kokeshidúkkurnar). Á
veturna er fremur kalt og það snjóar allmikið, þannig að umhverfis
borgina eru ágæt skíðasvæði (t.d. við Zaofjall).
Þar eru og náttúruverndar- og hverasvæði.
Á fjögurra stunda
ferð með lest frá Tokyo sjást m.a. á báðar hendur hefðbundin bændabýli
með stráþökum. Alls konar iðnaður fer vaxandi í borginni.
Matsuhima
er sjávarútvegs- og baðstrandarbær í fornfrægu umhverfi.
Lestir aka þangað á hálftíma frá Sendai. Á flóanum eru rúmlega 260 furuvaxnar eyjar, sem siglt er
út í með gesti. Landslagið
í bakgrunni borgarinnar er vinsælt göngu- og útivistarsvæði með
fallegu útsýni.
Sé
haldið til vesturs eftir breiðgötu, girta sedrustrjám, birtist *Zuiganji-hofið,
sem var stofnað árið 828 og varð síðar miðstöð Zen-trúarflokksins
Rinzai. Beggja vegna breiðgötunnar
eru hellar, sem munkarnir notuðu til hugleiðslu.
Núverandi hof voru byggð árið 1609.
Inni í byggingunum eru áhugaverðar höggmyndir og málverk.
Aomori er mikilsverðasta borgin allra nyrzt á Honshu og
ferju-staður, þaðan sem siglt er til Hokkaido.
Það er verið að grafa neðansjávargöng fyrir járnbraut á
milli eyjanna.
Sunnan
Aomori er Towada-Hachimantai-þjóðgarðurinn í skógi vöxnu
fjall-lendi umhverfis *Towada-vatnið, sem er stærsta fjallavatn
Japans. Þangað er 1½
klst. akstur frá Towada-Minamibrautarstöðinni.
Á hringlaga vatninu eru furu vaxnar smáeyjar.
Þar er hægt að kaupa leyfi til silungsveiði í júlí og ágúst.
Við vatnið og á öðrum skoðunarverðum stöðum á svæðinu
umhverfis eru margir Ryokan.
Norðan
þjóðgarðsins, u.þ.b. 35 km frá Aomori, eru Hakkodafjöll, sem eru
forn eldfjöll. Þar eru
tjaldstæði og aðstaða til fjallgangna og vetraríþrótta. |