Mílanó skoðunarvert Ítalía,
Flag of Italy


MÍLANÓ
Skoðunarverðir staðir
ÍTALÍA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

**Dómkirkjan.  Krosskirkja, klædd hvítum marmara, ein fegursta og stærsta kirkja í heimi.  Hún er 148 x 61,5 m, alls 11.700 m2 (Kölnarkirkja: 6.200 m2).  Hún rúmar 40.000 manns.  Hæð kúpuls er 68 m, en mesta hæð kirkjunnar er 108 m.  Turnarnir eru 135 og marmarastytturnar úti eru 2.300.  Bygging hófst árið 1386.  Hvelfingin er frá því um 1500.  Spíran upp úr kúplinum var reist á árunum 1765-69.  Forhlið kirkj- unnar er frá valdaskeiði Napoleons 1805-09.  Hinar skrautlegu hurður eru nýjar, miðhurðin frá 1908.  Lágmyndir á þremur öðrum inngöngum frá 1948-51 og hinum fjórða frá 1965.  Upp á þak liggja 158 þrep, en einnig er hægt að nota lyftur, 73 þrep liggja upp á kúpulinn og 139 þrep liggja upp í turn.  Á góðum degi sést til Alpanna yfir Pósléttuna.

Að innan er kirkjan fremur dimm og í algerri andstöðu við bjartan litinn að utanverðu.  Hún er ekki síður stórkostleg að innan, þrátt fyrir það, þar sem standa 52 súlur.  Steindu rúðurnar eru flestar frá 15. og 16. öld og eru hinar stærstu í heimi.  Átta kúpulrúður eru frá 1968.  Í norðurskipinu er mjög verðmætur sjöarma kertastjaki úr bronsi eftir Nikolaus von Verdun (um 1200).  Við austurvegg hægra skipsins er stytta af heilögum Bartólómeus eftir Marco Carlo Borromeo (1562).  Í grafhýsinu er kapella San Carlo Borromeo með gull- og gimsteinaskrýddu helgidómaskríni.   Í suðurhluta skrúðhússins eru varðveittir dýrmætustu hlutir kirkjunnar, sem vel er virði að skoða.

Hringganga á þaki kirkjunnar er mjög áhugaverð (inngangur að vestanverðu).

**Pinacoteca di Brera (málverkasafnið).  T.d. Madonna eftir Mantegna, Kristur drekkur vín eftir Giovanni Bellini, Fundur líks heilags Markúsar eftir Tintoretto, Fæðing Krists eftir Correggio, Gifting Maríu eftir Raffael, Prinsessan frá Solms eftir van Dyck.

*Kastell, höll Visconti- og Sforzaættanna, sem hafið var að byggja 1368.  Hún var jöfnuð við jörðu 1447 og endurbyggð eftir 1450.  Hinn 70 m hái Umbertoturn var reistur 1905 í sömu mynd og gamli hliðturninn.

*Museo d'Arte Antica er höggmynda safn (lokað á mánud.) .  Þar eru varðveittar minjar frá forkristilegum tíma, miðöldum og nýrri verk.  Athyglisverðast er * "Pieta Rondanini", síðasta meistaraverk Michelangelos, sem flutt var úr samnefndri höll í Róm árið 1953.  Lystigarður hertoganna af Mílanó, sem gerður var á árunum 1893-97 er athyglisverður.

*Santa Maria delle Grazie kirkjan.  Bygging hófst 1465.  Gotnesk múrsteinsbygging.  Kórinn og kúpullinn voru byggð árið 1492 í þróaðasta snemmklassíska stíl borgarinnar.  Við endurreisn eftir s.h. komu í ljós gömul sgraffitomálverk í kúplinum og í enda vinstra þverskipsins er barokkapella kirkjunnar, Madonna delle Grazie, er náðarmyndin á altarinu.  Í matsal fyrrum dóminikanaklausturs er **Síðasta kvöldmáltíðin eftir Leonardo da Vinci (Cenacolo Vinciano; lokað á mánud.), sem hann málaði í Tempera á vegginn, frægasta verk meistarans.  Verkið var í viðgerð  1952 og síðan 1985, en það dofnaði stöðugt og erfitt hefur reynzt að stöðva þá þróun.

**Leonardo da Vinci safnið (lokað mánud.).  Vísinda- og tæknisafn, sem opnað var 1953.  Þar má sjá þróun tækni og náttúruvísinda, s.s.eðlisfræðisafn með tækjum Newtons, Galilei og Volta o.fl. Þessu safni má líkja við Þýzka safnið í München (Deutsches Museum).

*Theatro alla Scala eða Scalaóperan var byggð á árunum 1776-78 og er ein stærsta og virstasta ópera heims.  Þar er leiklistarsafn og Verdisafn (+ 1901 í Mílanó).  Andspænis óperunni er Palazzo Marino (1558-60), nú ráðhús borgarinnar.  Á torginu er Leonardo da Vinci.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM