Teheranráðstefnan Íran,
Flag of Iran


TEHERANRÁÐSTEFNAN
ÍRAN

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Teheranráðstefnan var haldin 28. nóvember til 1. desember 1943.  Þar funduðu allir leiðtogar bandamanna í síðari heimsstyrjöldinni til að ræða gang hennar og ráðgera aðgerðir að henni lokinni.  Fundarmenn voru Franklin d. Roosevelt, Joseph Stalin og Winston Churchill.  Þessi ráðstefna kom í kjölfar Kaíróráðstefnunnar með kínverska þjóðarleiðtoganum Chiang Kai-shek og var hin fyrsta, sem Stalin tók þátt í.Churchill, Roosevelt og Stalin ræddu umsvif og tímasetningar hernaðaraðgerða gegn Þýzkalandi.  Umræðurnar um friðarsamninga voru óljósar en allir lýstu þeir yfir áhuga á samstarfi að stríðinu loknu.  Þeir samþykktu að ábyrgjast sjálfstæði og yfirráðasvæði Írans og lofuðu efnahagsaðstoð eftir stríðið.


 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM