Íran meira,
Flag of Iran

LANDIÐ

ÍRAN
MEIRA

Map of Iran
.

.

Utanríkisrnt.

RÆÐISMENN

Booking.com

ÍBÚARNIR.  Íbúafjöldi landsins var í kringum 57 miljónir árið 1991 og þeim fjölgaði að meðaltali um 3,1% á ári.  Hlutdeild indó-íranskra tungumála var 96% og 4% voru tyrkneska, arabíska eða önnur semitísk tungumál.  Farsi, sem er þjóðtungan, er rituð með arabísku letri.

Langflestir Írana eru múslimar (shítar).  Þeir álíta Mashhad í norðausturhlutanum heilaga borg vegna þess, að þar liggur Ali ar-Rida, áttundi ímaminn, grafinn.  Qom er önnur heilög borg.  Lítill hluti Írana er enn þá fylgjandi hinni fornu trú Persa, zoroastrianisma.  Aðrir litlir trúarhópar eru kristnir, gyðingar og baháítrúar.

Ýmsir þjóðflokkar ráða ríkjum á mörgum landsvæðum.  Kúrdar, Bakhtiari og Lurs, sem eru allir afkomendur fornra, persneskra þjóðflokka, búa í vesturfjöllunum.  Túrkómanar og balúkíar búa í austurhlutanum, azerbaijanar í norðvestri og arabar í suðvestri.  Margir þessara þjóðflokka stunda kvikfjárrækt (sauðfé og geitur aðallega) í beitarhögum til fjalla og í eyðimörkum.  Þeir færa sig upp eftir fjallahlíðunum á sumrin og níður á láglendið á veturna.

Fyrrum áttu óðalseigendur allt jarðnæði og bændurnir, sem nýttu sér það, greiddu þeim þóknun fyrir afnotin.  Á sjöunda áratugi 20. aldar flutti ríkið eignaréttinn til bændanna á nokkrum landsvæðum en stóreignabændur héldu eignarétti sínum víða á frjósömustu svæðunum.

Áveitur eru lífsnauðsynlegar víðast á írönsku hásléttunum.  Grunnvatni er dælt upp vegna þess, hve ár eru fáar.  Bændur koma í veg fyrir of mikla uppgufun vatnsins með því að leiða það um neðanjarðarleiðslur (ganaat).

Íranskar borgir voru umgirtar háum jarðvegsmúrum með hliðum, skreyttum litríkum, bökuðum flísum í ýmsum munstrum.  Iðnaðarmenn áttu sér afmörkuð svæði á mörkuðum.  Öll hús, hvort sem þau voru í eigu ríkra eða fátækra, voru með garði umkringdum veggjum úr jarðvegi.  Þetta voru landslagsgarðar með flísalagðri tjörn í miðju.

Höfuðborgin Teheran er stærsta borg landsins og aðalmiðstöð viðskipa.  Hún er á Írönsku sléttunni, u.þ.b. 110 km sunnan Kaspíahafs.  Mikil umferð er á breiðum og trjáprýddum götum hennar.  Hún heldur enn þá nokkrum, hefðbundnum einkennum sínum en heildaryfirbragðið er nútímalegt og vestrænt vegna mikils fjölda fjölbýlishúsa og annarra nútímabygginga.

Esfahan, 17. aldar höfuðborgin, er listamiðstöð landsins.  Tabriz í norðvesturhlutanum er verzlunarmiðstöð Azerfaijan.  Abadan við Persaflóa var aðalolíuhöfn landsins þar til hún varð fyrir miklum skemmdum í stríðinu milli Írans og Íraks.  Lítil ummerki sjást um hið mikla ríki Persa nema einmana rústir Persepólis í suðurhlutanum.

Ríkið sér fólki fyir frírri grunnmenntun og gagnfræðamenntun en víðast eru aðstæður í skólum ófullnægjandi.  Helzta æðri menntastofnun landsins er Teheranháskóli (1934).  Fleiri háskólar eru í höfuðborginni og helztu borgum, s.s. Mashhad, Shiraz og Esfahan.

Fyrir stofnun islamska lýðveldisins höfðu flestar konur kastað hefðbundum klæðnaði sínum (svartar buxur og andlitshula) og voru komnar í evrópsk föt.  Þátttaka þeirra í félagslífi og menntun hefur síðan minnkað mjög og gömlu hefðirnar í fatnaði voru teknar upp á ný.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM