Írak Íran stríðið,
Flag of Iraq

Flag of Iran


ÍRAN-ÍRAK STRÍÐIÐ
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Stríðið milli Íraks og Írans stóð yfir frá 1980 til 1988.  Það hófst, þegar Íranar réðust inn í Írak 22. september 1980 í kjölfar langvarandi deilna og ögrana milli ríkjanna.  Írak hafði krafizt breytinga á samkomulagi frá 1975 um landamærin milli þeirra við ána Shatt Al-Arab.  Þar að auki óttaðist stjórn Íraks stöðugan áróður hinnar nýju stjórnar Írans, sem beindist að trúbræðrum Írana í landinu og gegn Bath-flokknum.  Aðalástæðan fyrir stríðinu var þó sú, að Saddam Hussein hélt að hernaðarstyrkur Írans væri í lágmarki eftir byltinguna gegn keisaranum 1979 og hann þyrfti ekki mikið að hafa fyrir að sigra Írana.  Honum skjátlaðist hrapallega.  Honum tókst vel upp í byrjun en Íranar voru fljótir að koma sér upp nýjum hersveitum og gerðu gagnárásir.

Árið 1982 höfðu þeir hrakið flestar hersveitir Íraka úr landi.  Þegar svo var komið höfnuðu Íranar öllum umleitunum um frið og héldu stríðinu áfram á nokkurs markmiðs annars en að refsa Írökum.  Á árunum 1982 til 1987 héldu Íranar uppi stöðugum árásum meðfram landamærunum endilöngum, einkum þó syðst, þar sem aðalmarkmiðið var að taka hafnarborgina Al Basrah.  Þessar aðgerðir kröfðust mikilla mannfórna, þegar Íranar sendu hverja hersveitina á fætur annarri í opinn dauðann gegn víglínu Íraka, þar sem þeim var m.a. mætt með eitruðu gasi.

Írakar héldu stríðinu til streitu með lánum frá arabaríkjunum við Persaflóa og miklum stuðningi frá Sovétríkjunum og Frakklandi.  Flugher landsins hélt uppi loftárásum á íranskar borgir, olíusvæði, olíuhreinsistöðvar og olíuskip á Arabíuflóa.  Íranar svöruðu fyrir sig með því að ráðast á flutingaskip ríkja, sem studdu Íraka.  Með þessu móti vonuðust Írakar eftir íhlutun erlendra ríkja í átökunum og árið 1987 tóku Bandaríkjamenn og fleiri ríki að sér að vernda flutningaleiðir skipa í Persaflóa.  Árið 1988 skorti Írana orðið móðinn til að halda áfram.  Írakskar hersveitir héldu ótrauðar áfram og 20. júlí 1987 samþykkti Íran friðartillögu Sameinuðu þjóðanna.

Friðarsamingar voru loks undirritaðir 20. ágúst 1990.  Alls kostaði þessi styrjöld 1 miljón mannslífa (60% Íranar), 1,7 miljónir særðra og ekki minna en 200 miljarða Bandaríkjadala í beinum kostnaði og 1 miljarð óbeint.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM