Esfahan Íran,
Flag of Iran


 ESFAHAN
ÍRAN

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Esfahan eða Isfahan er höfuðborg Esfahan-héraðs á norðurbakka Zaindeh Rud.  Í þessu landbúnaðarhéraði er talsvert ræktað af baðmull, korni og tóbaki.  Í borginni er mikill iðnaður tengdur vefanaði (baðmull, silki og ull).  Einnig er þar iðnaður tengdur útsaumi, teppagerð, matvælum og málmum.

Fyrrum var borgin fræg fyrir einstaka byggingarlist og fegurð almenningsgarðanna.  Flestir þeirra og bygginganna eru nú rústir einar en nokkrar þeirra standa enn og hafa verið gerðar upp.  Í miðborginni er 17. aldar, konungleg moska (Masj-I-Shah), þakin lituðum flísum og talin meðal beztu verka persneskrar byggingarlistar.  Moskan er í gríðarstórum, ferhyrndum garði, sem er umkringdur mörkuðum.  Í grenndinni er moskan Masjid-I-Shaikh-Lutfullah, sem er fræg fyrir bláu flísahvelfinguna.  Ali-Kapu-hliðið opnast inn í konunglegu garðana, þar sem er hásætissalurinn Chihil Sutun (40 súlur).  Meðal annarra áhugaverðra staða er Shah Hussain Madresah, mikilfengleg bygging frá 1710 (skóli fyrir munka) og brú með súlnagöngum yfir Zaindeh Rud.

Esfahan var hluti hins forna ríkis Media.  Um miðja 7. öldina sat arabískt innrásarlið borgina.  Seljukar (Tyrkir) náðu henni og gerðu hana að höfuðborg ríkis sína árið 1051.  Tamerlane, mongólski sigurvegarinn, tók borgina árið 1387 og er sagður hafa drepið 70.000 íbúa hennar.

Í valdatíð Abbas I, keisara Írans, var Esfahan berð að höfuðborg landsins.  Þá upplifði hún blómaskeið sitt á öllum sviðum.  Talið er, að þá hafi í kringum hálf miljón manna búið þar.  Innrásarlið Afghana náði borginni árið 1722 og ríkisstjórn landsins fluttist til Shiraz.  Afghanar voru hraktir brott árið 1729 en borgin náði sér ekki aftur á strik.  Áætlaður íbúafjöldi 1991 var rúmlega 1,1 miljón.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM