Abadan Íran,
Flag of Iran


ABADAN
ÍRAN

.

.

Utanríkisrnt.

Abadan er borg í Khuzistan-héraði á Abadaneyju í Shatt Al-Arab við botn Persaflóa.  Hún er ein helzta olíuhreinsunar- og olíuútflutningsborg landsins.  Hráolía berst til borgarinnar um leiðslur frá olíusvæðum í norðri.  Þarna er millilandaflugvöllur og setur Tækniháskóla Abadan (1939).  Tyrkir létu Írönum eyjuna eftir árið 1847 og olía fannst þar 1908.

Árið 1913 var ákveðið, að þar skyldi reist olíuhreinsunarstöð við enda leiðslunnar.  Í Írak-Íran-stríðinu var mikið barizt á þessum slóðum (1980).  Áætlaður íbúafjöldi árið 1976 var tæplega 300 þúsund.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM