Mosul Írak,
Flag of Iraq


MOSUL
ÍRAK
.

.

Utanríkisrnt.

Mosul eða Al Mawsil er höfuðborg Ninawa-héraðs í Norður-Írak við Tígris.  Hún er tengd öðrum helztu borgum landsins meðjárnbrautum og Tyrlandi um þjóðvegakerfið.  Ninawa er landbúnaðarhérað, sem framleiðir aðallega korn, ávexti og kjöt.  Auk þess eru auðug olíusvæði í héraðinu.  Í Mosul er stunduð olíuhreinsun, framleiðsla sements, vefnaðarvöru og litun.  Handan árinnar eru rústir Nineveh, höfuðborgar fornríkisins Assýríu.  Í Mosul eru bæði háskóli og tækniskóli.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1985 var tæplega 600 þúsund.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM