Mesópótamía
(gríska: Landið milli ánna) er svæði í Vestur-Asíu milli ánna Tígris
og Efrat, þar sem fyrsta borgarmenning heims óx úr grasi í kringum
3500 f.Kr. Mesópótamía,
sem oft er nefnd vagga siðmenningarinnar, var líka vagga menningar súmera,
Babýlóniumanna, Assýríumanna og kaldea.
Þar er nú mestur hluti Íraks, Suðaustur-Tyrklands og Austur-Sýrlands.
Árnar
Tígirs og Efrat renna beggja vegna u.þ.b. 400 km breiðs landsvæðis
suður á bóginn frá Tyrklandi. Efrat
er u.þ.b. 1300 km löng og Tígris 885 km.
Þær sameinast á leiðinni og heita þá Shatt Al-Arab þar til
þær hverfa í Persaflóa. Dalir
og sléttur Mesópótamíu liggja að þessum meginmóðum og þverám
þeirra. Landslag er hæðótt
í norðri og austri og Arabíska eyðimörkin og Sýrlensku steppurnar
í vestri. Náttúruauðæfi
Mesópótamíu hafa ætíð laðað til sín þjóðflokka frá nágrannalöndunum
eins og þjóðflutningar og innrásir í aldanna og teinaldanna rás lýsa
bezt. Úrkoma er lítil í
þessum heimshluta en áveitur gera mikla ræktun mögulega í frjósömum
jarðvegi. Döðluplálmaræktun
í suðurhlutanum gefur af sér mat, trefjar, timbur og dýrafóður.
Fiskur er í báðum ánum og mikið fuglalíf er í mýrlendum
og stórum árósunum.
Fyrstu
ríkin í Mesópótamíu.
Þörfin fyrir áveitur og landvarnir leiddi snemma til gerðar
áveituskurða og byggingar borgarmúra.
Eftir 6000 f.Kr. stækkuðu þéttbýlin og urðu að borgum á
4. teinöld f.Kr. Eridu er líklega fyrsta þéttbýlið á þessum slóðum
en hið áhugaverðasta er Erech í suðurhlutanum, þar sem
leirsteinshof voru skreytt fögrum málmskreytingum og listaverkum úr
steini. Þar fundust líka
elztu rituðu heimildir um Mesópótamíu á 2. teinöld f.Kr.
Þróun stjórnsýslu varð til þess, að ritmálið varð til. Súmerar voru líklega upphafsmenn þessarar þróunar, sem
breiddist síðan út í norðurátt að Efrat.
Aðrar veigamiklar borgir í Súmer voru Adab, Isin, Kish, Larsa,
Nippur og Úr.
Semítískur
þjóðflokkur frá miðhluta Mesópótamíu, akkadíar, lögðu þetta
landsvæði undir sig í kringum 2330 f.Kr.
Konungur þeirra, Sargon I hinn mikli (2335-2279 f.Kr.), stofnaði
höfðingjaættina Akkad og tungumál þeirra kom smám saman í stað súmersku.
Gútíar, sem voru hirðingjar í hæðunum í austurhlutanum, tóku
við af Akkadíum í kringum 2218 f.Kr. og síðar tók 3. konungsættin
í Úr við yfirráðum í mestum hluta Mesópótamíu.
Súmerskar hefðir og siðir blómstruðu í Úr.
Innrásarmenn frá ríki í norðri, Elam, eyðilögðu Úr í
kringum 2000 f.Kr. Á
valdatíma þeirra náði ekkert borgríki yfirráðum fyrr en um miðja
18. öldina, þegar Hammurabi frá Babýlon sameinaði landið í nokkur
ár í lok valdatíma síns. Samtímis
þessum atburðum náði amorítafjölskylda yfirráðum í Ashur í norðri
en féll síðan ásamt Babýlon í hendur innrásarmanna.
Í kringum 1595 f.Kr. réðust hittítar á Babýlon og síðan tóku
kassítar við. Næstur fjórar
aldirnar blómstraði Babýlon og konungar borgríkisins jöfnuðust á
við faraóa Egyptalands. Hurríar
frá Kákasus, líklega skyldir Uratu-fólkinu, stofnuðu Mitanniríkið
og innlimuðu Babýlon. Hurríar
höfðu búið í Mesópótamíu um aldir en eftir 1700 f.Kr. dreifðust
þeir í stórum hópum um norðurhluta landsins og inn í Anatólíu.
Stórveldi
Assýríumanna og kaldea.
Í kringum 1350 f.Kr. fór konungsríkið Assýría í norðurhluta
Mesópótamíu að færa sig upp á skaftið.
Herir þess sigruðu Mitanni, náðu Babýlon á sitt vald um tíma
1225 f.Kr. og komust alla leið að Miðjarðarhafi 1100 f.Kr.
Næstu tvær aldir drógu arameískir þjóðflokkar á steppum Sýrlands
úr framrásinni og með aðstoð þjóðflokka kaldea tókst þeim að
ná Babýlon á sitt vald. Assýríumenn
börðust við þá og aðra þjóðflokka og færðu aftur út kvíarnar
eftir 910 f.Kr. Þegar
veldi þeirra stóð sem hæst (730-650 f.Kr.) réðu þeir löndum frá
Egyptalandi að Persaflóa. Sigruð
svæði voru undir stjórn varakonunga eða voru innlimuð, ef íbúarnir
voru með uppsteit. Þeir, sem sýndu af sér tilburði til uppreisna og óeirða,
voru óspart reknir að heiman, þannig að víða varð mikil blöndun
þjóðflokka í landinu. Tíðar
uppreisnir kröfðust öflugs herafla en samt tókst ekki að halda uppi
lögum og reglu í þessu víðlenda ríki til langframa.
Spenna innanlands og árásir media og kaldea í Babýlóníu urðu
Assýríu að falli árið 612 f.Kr.
Medar náðu undir sig hæðalandinu og létu kaldeum undir stjórn
Nebúkadnesars II Mesópótamíu eftir.
Þeir stjórnuðu ríkinu til ársins 539 f.Kr., þegar Cyrus
mikli, Persakonungur og konungur Medíu, lagði Babýlon undir sig.
Persnesk
yfirráð.
Persar skiptu Mesópótamíu í héruðin Babýlon og Ashur.
Babýlon varð voldugasta borgin í konungsdæminu.
Arameíska, sem var víða töluð fram að því, varð aðaltunga
íbúanna og stjórn landsins tókst að koma á jafnvægi og ró. Loks þróaðist stjórnsýslan í ofstjórn og ríkinu tók
að hnigna.
Hellenar og Rómverjar.
Alexander mikli lagði Litlu-Asíu undir sig 331 f.Kr.
Að honum látnum 323 f.Kr. leystist ríki hans upp.
Seleucus I kom til Babýon 312 f.Kr. og tók við völdum í Mesópótamíu
og Persíu. Fjöldi borga
var stofnaður. Seleucia við
Tígris var hin stærsta þeirra og var miðstöð hellenskrar menningar
og viðskipta og vagga blómaskeiðsins, sem íbúarnir upplífðu um
skeið. Hið mikla áveitukerfi Nahrawan var byggt.
Í kringum 250. f.Kr. náðu konungar
Partíu af Arsacidætt Mesópótamíu úr höndum seljúka.
Þeir skiptu ríkinu í lén með blöndu íbúa af grískum og
persneskum uppruna. Partíar
stóðu af sér þrjár miklar innrásir Rómverja en lutu í lægra
haldi fyrir sassanídum, sem réðu löndum frá Efrat að núverandi
landamærum Afghanistan. Þeir
komu upp dugandi stjórn embættismanna og bættu víða áveitu- og fráveitukerfi.
Stöku átök við rómverska héraðið Sýrland, sem Býzantínumenn
réðu síðar (eftir 395), og araba á landamærum eyðimerkurinnar,
leiddu til falls ríkis sassanída, þegar arabar voru að breiða út
islam árið 635.
Miðaldir
og nútími.
Á árunum 635-750 réðu Umayyad-kalífar frá Damaskus
landinu. Þá settust stórir
hópar hirðingja að í landinu og arabíska tók við af grísku og
persnesku. Átök milli múslima leiddu til þess að Baghdad varð höfuðborg
múslima og kalífar abbasída komust til valda.
Þeir fluttu inn tyrkneska þræla og gerðu þá að hermönnum,
sem tryggðu völd þessarar konungsættar í landinu.
Eftir að mongólar lögðu Baghdad í eyði árið 1258 varð
landið stjórnlaust og árásir bedúína og mongóla 1401 ollu víðtækum
skemmdum á áveitukerfum og drógu úr landbúnaði.
Ottómanatyrkir
og persneskir safavídar kepptu um yfirráðin í Mesópótamíu frá
16. til 18. aldar. Tyrkir
urðu yfirsterkari. Í
fyrri heimsstyrjöldinni náðu brezka hersveitir landinu eftir miklar
orrustur á landi. Þjóðabandalagið fól síðan Bretum, Sýrlendingum og Frökkum
yfirráðin í Írak, sem varð sjálfstætt ríki árið 1932 með ýmsum
skilyrðum Breta og Sýrland árið 1945. |