Kufah Írak,
Flag of Iraq


KUFAH
ÍRAK

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Kufah (Kufa) er miðaldaborg, fyrrum miðstöð arabískrar menningar og menntunar (8.-10. öld).  ‘Umar I, annar kalífinn, lét reisa þarna herstöð árið 638 við Hindiyah, þverá Efratfljótsins, u.þ.b. 11 km norðaustan an-Najaf.  Þarna bjó aðallega fólk frá Suður-Arabíuskaga og Írakar og borgin var setur landstjóra Íraks ásamt Basra.  Árið 655 urðu múslimar í Kufah fyrstir til að styðja tilkall ‘Alis, tengdasonar Múhameðs, til sætis kalífans.  Því varð Kufah höfuðborg ‘Alis (656-661).  Á valdatímum Umayyad-ættarinnar voru stöðugar væringar í Kufah.  Árið 683, í borgarastríðinu í kjölfar dauða Yazid I, kalífa, studdu Kufah-búar ‘Abd Allah ibn az-Zubayr í sæti kalífa.  Árið 685 logaði allt í óeirðum vegna þess, að al-Mukhtar ibn Abu ‘Ubayd at-Thawafi þvingaði borgarbúa til að aðhyllast boðskap shítamúslima.

Abbasítar hernámu borgina 749 og gerðu hana að stjórnsýslumiðstöð sinni um nokkurra ára skeið, þar til Baghdad var stofnuð.  Eftir að karmatíar lögðu borgina í rústir 924-925, 927 og 937, hnignaði borginni og loks var hún næstum yfirgefin á 14. öld, þegar landfræðingurinn Ibn Bat t u tah kom í heimsókn.  Blómaskeið borgarinnar var á 2. og 3. öld hins islamska tímatals.  Þá voru Kufah og Basra miðstöðvar rannsókna á arabískri málfræði, heimspeki, bókmennta og fagurbókmennta.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM