Hormuzsund
tengir Persaflóa í vestri við Ómanflóa og Arabíuhaf í austri.
Sundið skilur Arabíuskaga frá Íran.
Það er 275 km langt og 50-80 km breitt.
Hernaðarlegt mikilvægi þess er mikið vegna hinna miklu olíuflutninga,
sem fara um það. Í
sundinu eru íranska eyjan Quishm og eyjarnar þrjár, Stóra-Tunb,
Litla-Tunb og Abu Musa, sem Íran náði á sitt vald 1971 og Sameinuðu
arabísku furstadæmin gera kröfu til. |