Baghdad Írak,
Flag of Iraq


BAGHDAD
ÍRAK

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Baghdad eða Bagdad í miðju landi við ána Tígris er höfuðborg Íraks.  Borgin er aðalmiðstöð samgangna í lofti og á láði (vegir, járnbrautir).  Hún er mesta iðnaðarborgin (olíuhreinsun, matvæli, litunar- og textílverksmiðjur).  Mikið er framleitt af dúk, eldhústækjum, skartgripum, leðri, flókaefni og mottum, sem eru til sölu á mörkuðum.  Meðal menntastofnana borgarinnar er Baghdadháskóli (1974), al-Mustansiriyah-háskóli (1963) og Tækniháskóli (1974).  Meðal sögulegra bygginga borgarinnar eru rústir Bab al-Wastani, leifar hinna frægu borgarhliða Baghdad, sem var breytt í vopnasafn, Abbasid-höllin (safn), sem er líklega frá árinu 1179, al-Mustansiriyah (safn), skóli, sem var stofnaður 1232 og Mirjan-moskan (1358).  Nokkrum km norðan borgarinnar er Kazimayn, sem er kunn fyrir glæsilega mosku með gylltum kúpli (19. öld) og grafhýsi trúarleiðtoga, sem shíta-múslimar tilbiðja.

Abbasídkalífinn al-Mansur stofnaði Baghdad árið 762 á vesturbakka Trígris, gegnt gömlu írönsku þorpi, sem hét Baghdad.  Upprunalega borgin var hringlaga með þremur sammiðja borgarmúrum.  Hinn innsti var utan um höll kalífans, hinn næsti var utan um herbúðirnar og hinn þriðji var skjól almennings.  Basararnir voru utan borgarmúranna.  Fyrstu 50 árin eftir stofnun borgarinnar dafnaði hún stöðugt.  Völd hennar og áhrif undir stjórn kalífans Harun ar-Rashid jukust.  Hans er getið í hinum frægu sögum „Arabískar nætur”.  Á þessum tíma óx borgin yfir á eystri bakkann og þar varð síðar hjarta hennar.  Að Harun látnum hnignaði borginni en hún var samt áhrifamikil miðstöð viðskipta og menningar næstu fjórar aldirnar.

Eftir að Hulagu, barnabarn mongólska sigurvegarans Genghis Khan, sigraði borgina 1258 og lagði hana í rúst, lá vegur hennar niður á við.  Þar með lauk yfirráðum Abbasídkalífanna.  Annar Mongóli, Tamerlane eyddi borginni 1401.  Hún komst undir persneska stjórn 1508.  Árið 1534 náðu Ottómanar henni.  Persar tóku hana á ný 1623 og héldu henni til 1638, þegar Tyrkir komu aftur til skjalanna.  Tyrkneskir landstjórar réðu borginni í tæplega þrjár aldir.  Árið 1917 hröktu Bretar Tyrki brott og 1921 varð hún að höfuðborg hins nýstofnaða ríkis, Íraks, sem varð lýðveldi árið 1958.  Talsverðar skemmdir urðu í borginni í loftárásum bandamanna í Flóabardaga.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1989 var 4,7 miljónir.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM