Yogyakarta Indónesía,
Flag of Indonesia


YOGYAKARTA
INDÓNESÍA
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Yogyakarta þýðir valdablómi.  Borgin stendur á miðjum suðurhluta Jövu og er einhver hin mest hrífandi í Sa-Asíu.  Þar býr Hamengku Buwone IX fursti, sem var forsætis-ráðherra Indónesíu árin 1973-78 og hefur mikil pólitísk áhrif.  Árið 1825 hófst 5 ára löng uppreisn í Yogiakarta gegn hollenzku nýlenduherrunum.  Diponegoro prins var upphafsmaður hennar.  Yogya-karta var höfuðborg Indónesíu frá stofnun lýðveldisins til 1950.  Aðalumferðargatan heitir Malioboro og verzlanir þar bjóða uppa á hagstætt verð á silfri, batík og dýrmætum listmunum.  Við suðurenda götunnar er *furstahöllin Kraton, byggð í javastíl utan sem innan.  Í skemmtigarði borgarinnar far hvert kvöld fra (kl. 20:00-01:00) þjóðdansar, leiksýningar og skuggaspil (Wayang Kulit).

Í grennd við borgina er virki Diponegoro prins við Tegalejo og endurbyggt virki, Tamansari (1761), sem Hamengku Buwono lét reisa.

Átta km austan Yogyakarta er Kola Gede, þar sem fyrstu kóngar Mataram, forfeður furst-anna í Yogiakarta liggja grafnir.  Þar eru margir silfursmiðir, sem falbjóða framleiðslu sína á hag-stæðu verði.

Tuttugu km sunnan Yogyakarta eru konungsgrafirnar í Imogiri.

Sjávarþorpið  Parangtritis er aðeins nær.  Þar er miðstöð nyoai-loro-ættflokksins.  Leiðin þangað liggur um mjög fagurt landslag og umhverfis þorpið eru nokkrar afbragðsstrendur og heitar og læknandi laugar.

Þrjátíu km norðaustan Yogyakarta er heilsubótarstaðurinn Kaliurang, sem stendur í skugga hins virka eldfjalls *Merapi (2.914 m).

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM