Wetar Indónesía,
Flag of Indonesia


WETAR
INDÓNESÍA

.

.

Utanríkisrnt.

Pulau Wetar er ein indónesísku Mólúkkueyja í Bandahafi, 56 km norðaustan Timor, og tilheyrir Maluku-héraði.  Sundið milli hennar og Timor er kallað Wetar-sund.  Eyjan er 130 km löng og 45 km breið frá norðri til suðurs.  Flatarmál hennar er 3600 km².  Eyjan er umlukin kóralrifjum og djúpum alum.  Skógi vaxin fjöllin á henni miðri eru allt að 1412 m há.  Loftslagið er heitt og rakt og úrkoma er mikil.  Eyjan er mjög strjálbýl og íbúarnir stunda að mestu sjálfsþurftarbúskap og rækta helzt sagógrjón.  Djúpsjávarveiðar eru mikilvægar og eyjarskeggjar flytja talsvert út af skjaldbökuskeljum til landa, sem leyfa enn þá innflutning slíks varnings.  Flestir íbúanna eru papúar og múslimar, þótt nokkrir séu kristnir.  Vegir liggja á milli borganna Masapun og Ilwaki á suðurströndinni, Arwala á austurströndinni og Lioppa, Laliki og Wesiri á norðurströndinni.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM