Ujung Pandang Indónesía,
Flag of Indonesia


UJUNG PANDANG
INDÓNESÍA
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Ujung Pandang (áður Makassar) er höfuðstaður Suður-Sulawesi, yzt á suðvesturskaganum, með rúmlega 800.000 íbúa.

Þegar á nýlendutímanum var hún mikilvæg útflutningshöfn fyrir hráefni úr jurtaríkinu og krydd.  Núna eru aðalútskipunarvörurnar kókoskjarnar, pálmaolía og eðalviður.  Borgin er stjórnsýslumiðstöð, biskupssetur og menningar- og menntamiðstöð.  Síðustu árin hefur iðnaður haldið innreið sína, einkum vefnaður og trésmíðar.
Rotterdamvirkið, sem Hollendingar reistu á 17.öld er skoðunarvert.  Í borginni er einnig að finna hluta af fyrrum bústöðum konunganna í Gowa, héraðsskjalasafnið, sögu- og forngripasafn, byggðasafn eyjarinnar og minjasafn.  Diponegoro prins er jarðsettur í kirkjugarði borgarinnar.  Hann var einn frelsishetjanna, sem börðust gegn Hollendingum á 19.öld.  Það er gaman að líta yfir höfnina með öllum 'Bugis'-seglbátunum.  Á ströndinni Losari, sem er í grennd við höfnina,  er hægt að smakka á hinum fjölbreyttu og gómsætu sjávarréttum.

Mælt er með heimsókn í Bundtschen-skeljasafnið og orkideugarðinn.  Skammt utan borgarmarkanna eru margar grafir Gowakónga og þar ófjarri er Katangka moskan (1607), sem er meðal elztu slíkra mannvirkja á Sulawesi.

Leang-Leang-hellirinn var líklega mannabústaður þegar fyrir 5000 árum.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM