Timor Indónesía,
Flag of Indonesia


TIMOR
INDÓNESÍA
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Timor í Malay-eyjaklasanum er 33.777 km².  Hún er stærst og austust Minni-Sundaeyja.  Norðan hennar er Savu- og Bandahaf og að sunnan liggur Timorhaf.  Eyjan er u.þ.b. 450 km löng og allt að 105 km breið.  Um hana liggja samsíða fjallgarðar, sem eru lítið eitt hærri að austanverðu, þar sem er hæsti tindur hennar, Ramelau-fjall eða Tata Mailau (2950m).  Þar er tiltölulega lítil úrkoma og miklar grassléttur (savanna).  Næstum öll úrkoman fellur á norðvestan monsúntímanum í desember til marz.  Jarðvegurinn er víðast ófrjósamur til ræktunar.  Talsvert vex af eucalyptustrjám, sandalviði, tekki, bambus og rósaviði.

Efnahagslífið byggist á landbúnaði.  Helztu framleiðsluvörur eru maís, hrísgrjón, kaffi, kókoskjarnar og ávextir.  Gull og silfur finnst á eyjunni.  Flestir íbúarnir eru blanda malæja, pólynesa og papúa.  Talsverður fjöldi innfluttra kínverja er mikilvægur í viðskiptalífinu.  Stærstu borgirnar eru Kupang, höfuðborg Austur-Nusatenggara-héraðs og Dili, höfuðborg Austur-Timor-héraðs.  Áætlaður íbúafjöldi eyjarinnar árið 1980 var tæplega 1,4 miljónir.

Portúgalar komu sér fyrir á eyjunni snemma á 16. öld og hollenzkir kaupmenn komu þangað 1613.  Þessar tvær þjóðir kepptu um áhrif og völd, þar til gerðir voru nokkrir samningar um skiptingu eyjarinnar milli þeirra (1859, 1893, 1898 og 1914).  Miðstöð Hollenzku-Timor var Kupang í vesturhlutanum, sem varð hluti af Indónesíu 1950.  Miðstöð Portúgala var Dili í austurhlutanum og lítill hluti af Oe-Cusse í norðvesturhlutanum.  Indónesar beittu hervaldi til að innlima þessa hluta eyjarinnar 1975, sem leiddi til blóðugra átaka (a.m.k. 200.000 létust), þar til Austur-Timor fékk sjálfstæði 2001.  Japanar hernámu Timor 1942.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM