Siberut Indónesía,
Flag of Indonesia


SIBERUT
INDÓNESÍA

.

.

Utanríkisrnt.

Pulau Siberut er ein indónesísku eyja Mentawai eyjaklasans í Sumatera Barat-héraði.  Hún er undan vesturströnd Súmötru, u.þ.b. 145 km vestsuðvestan Padang-borgar yfir Mentawai-sund. Eyjan er 3600 km² að flatarmáli, 40 km breið og 110 km löng.  Víðast er hún láglend en hækkar upp í 384 m.y.s. vestantil.  Úrkoma er mikil og loftslagið er heitt og rakt.  Strandlengjan er lág og votlend með fenjatrjám og pálmalundir eru algengir á steppunum inni á eyjunni.  Landbúnaður er aðalatvinnuvegurinn og talsvert er ræktað af sagó, sykurreyr, tóbaki, kassava, kartöflum, pipar, baunum, mango og ananas.  Meðfram ströndinni eru kókospálmaplantekrur.  Djúpsjávarveiðar og smánautgriparækt eru stundaðar.  Handverksfólk framleiðir fagra útskorna trémuni, vefnaðarvöru, þurrkaða kókoskjarna, kókostrefjar og basthluti.  Flestir íbúanna eru múslimar og eru af mentawai-stofni.  Stærsta byggðin og höfn eyjarskeggja er Muarasiberut, sem er í vegasambandi við Sigep, Simansih og Taileleo.  Samgöngur við meginlandið fara um Telukbayur-höfn á vesturströnd Súmötru í grennd við Padang.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM