Seram
(fyrrum Ceram; 17.148 km²) er næststærst Mólúkkueyjanna í Austur-Indónesíu,
vestan Nýju-Gíneu. Eyjan
er líka kölluð Seran eða Serang.
Aðalhafnarbær hennar er Masohi.
Um hana liggur fjallaröðull, allt að 3019 m hár í
Binaivi-fjalli. Eyjan er
340 km löng og 60 km breið. Inni
á henni er þéttur regnskógur og hún er að mestu ókönnuð.
Helztu framleiðsluvörur íbúanna eru kókoskjarnar, trjákvoða,
sagógrjón og fiskur. Olíulindir
við Bula í norðausturhlutanum eru nýttar.
Portúgalskir trúboðar störfuðu á eyjunni á 16. öld.
Hollenzkir verzlunarstaðir voru stofnaðir á eyjunni snemma á
17. öld og árið 1650 lýstu Hollendingar yfir takmörkuðum yfirráðum. |