Molukaeyjar Indónesía,
Flag of Indonesia


MOLUKAEYJAR
INDÓNESÍA
.

.

Utanríkisrnt.

Molukaeyjar eru 83.675 km².  Íbúafjöldinn er u.þ.b. 1,5 milljónir.  Þær eru austustu eyjar Indónesíu.  Þetta eru eldfjallaeyjar með mjög fjölbreyttu landslagi.  Hæstu tindar eru allt að 2.600 m háir.  Aðaleyjarnar eru hinar svonefndu Kryddeyjar (nellikkur, muskat, pipar, kanill) en réttu nöfnin eru Halmahera, Seram, Buru, Morotai, Obi og Ambon.

Íbúarnir tala mörg tungumál og eru af stofni melanesa og papúa.  Þeir áttu í stöðugum útistöðum við nágrannana í vestri og urðu snemma nýlenda Hollendinga.  Eftir síðari heimsstyrjöldina urðu Molukkueyjar hluti af Indónesíu.  Óánægja íbúanna með þá ráðstöfun hélzt allt fram á áttunda áratuginn.  Þeir reyndu m.a. með hryðjuverkum að fá Hollendinga til að styðja stofnun sjálfstæðs ríkis.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM