Medan, með u.þ.b.
1,5 milljónir íbúa, er á norðvestanverðri Súmötru.
Hún er miðstöð hrágúmmíviðskipta, eins og sjá má af
risagúmmíplantekrum umhverfis hana.
Þar eru stór moska og endurbyggð fursta-höll.
Medan er einkum viðkomustaður þeirra, sem hyggj á ferðalög
til annarra staða á norðanverðri eyjunni.
Skammt norðan Medan er höfnin Belawan, sem ferjur frá Penang (Malasía)
og Singapúr sigla reglulega til. Sunnan
Medan er heilsubótarstaðurinn
*Berastagi uppi í fjöllum.
Áttatíu km vestan Medan er náttúruverndarsvæðið 'Lankat,
sem hefur m.a. verið verndarsvæði fyrir orang utan síðan 1973, en
skógarmaðurinn hefur verið í útrýmingarhættu á Súmötru.
Fá verður sérstakt leyfi yfirvalda í medan eða Bukit Lawang
til að heimsækja það. |