Komodo Indónesía,
Flag of Indonesia


KOMODO
INDÓNESÍA
.

.

Utanríkisrnt.

Eyjan Komodo er 280 km² og liggur á milli eyjanna Bumbawa og Flores.  Komodo er harðbýl og ófrjósöm og þar búa aðeins nokkur hundruð sálir.

Komodo er fræg fyrir að vera eina aðsetur risaeðlunnar Komodowarans (Varanus Komodoensis), sem verður allt að 3 m löng.  Nú eru aðeins nokkur hundruð dýr eftir.  Villihundar, sem ræna hreiður eðlanna, standa þeim fyrir þrifum. Eðlurnar geta verið hættulegar mönnum.  Stefnt er að því að stofna þjóðgarð á Komodo til að vernda hin sjaldgæfu dýr.  Risaeðlurnar koma helzt í ljós, þegar dreift er fóðri fyrir þær til að lokka þær úr fylgsnum sínum.

Bezt er að heimsækja Komodo frá marz til júní og október til desember.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM