Java er
126.900 km². Hún er
minnst Stóru-Sundaeyja. Eyjan
er u.þ.b. 1.500 km frá austri til vesturs og 60-200 km frá norðri
til suðurs. Java er
fjölbýlasta eyja Indónesíu og er mikilvæg stjórnmála- og
viðskiptamiðstöð.
Landslagið
er mjög fjölbreytt. Setlög
frá tertíer í suður- og norðausturhlutunum.
Stór og stækkandi framburðarsvæði í norður- og norðvesturuhlutunum.
Eftir miðju eyjarinnar frá austri til vesturs er eldfjallakeðja
(Semeru; 3.676 m) og 17 þeirra virk.
Hitabeltisloftslag
með 4000 mm ársúrkomu í dölum vesturhlutans og u.þ.b. 1000 mm í
austurhlutanum. Þessi raki og frjósemi jarðvegsins gerir stöðuga ræktun
mögulega, t.d. hrísgrjón, sykurreyr, kaffi, tóbak, tekk og te.
Austast á Java geta náttúruunnendur
heimsótt villdýrasvæðin Baluran og Blambangan.
Sóldýrk-endur finna *draumastrendur við Pasir Butih á norðurströndinni
við Madurasund og sunnan Lumajang á suðurströndinni. |