Jakarta Indónesía,
Flag of Indonesia


JAKARTA
INDÓNESÍA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Íbúafjöldi höfuðborgarinnar er nálægt 7 milljónum (1998). Borgin liggur vel við samgöngum við Sundasund.  Hollendingurinn jan Pieterzoon Coen stofnaði hana á 16. öld undir nafninu Batavía.  Hann var yfirlandstjóri Hollenzka Austurindíafélagsins.  Í Jakarta eru helztu stjórnarstofnanir, bankar, verzlunar- og flutningafyrirtæki, háskóli og fleiri menntastofnanir og þar situr katólskur biskup.  Höfnin, tanjung Priok, er hin stærsta í landinu og sama er að segja um nýbyggða flugstöð, Cengdareng, sem opnuð var 1. apríl 1985 vestan borgarinnar.

Gamli borgarhlutinn var reistur að hollenzkri fyrirmynd með mörgum síkjum og skurðum.  Í tímans rás hefur borgin þanizt út yfir mýrlend svæði í suðurátt.  Nýi miðbærinn, Medan Merdeka, er nýtízkulegur.  þar er forsetahöllin, nokkur ráðuneyti, bankar, hótel og aðalbrautarstöðin.  Þar stendur *Monas-einsteiningurinn (þjóðarminnismerkið) með gullnum eldtungum á toppi og sést víða að.  Tengt því er lítið safn.  Við norðvestanvert torgið er Merdekahöllin (Istana Merdeka), stjórnarsetur forsetans, áður bústaður hollenzku aðallandstjóranna.  Höllin er ekki opin almenningi til skoðunar og fólk verður að halda sig í hæfilegri fjarlægð.  Skammt frá forsetahöllinni, við Jalan Merdeka Barat, er

**Þjóðminjasafnið, Gedung Gajah (Fílabyggingin), sem J.M.C. Rademacher stofnaði 1778.  Húsið fékk nafn sitt af steinfíl, sem tælenzki konungurinn Chulalongkorn ánafnaði henni.  Í safninu eru frábær listaverk, s.s. hindú-java steinlistarverk og bronzmyndir frá 5. - 14. aldar, þjóðfræðilegar minjar allra veigamestu menningarsamfélaga indónesísku eyjanna, leirmunir frá meginlandinu, m.a. frá tímum kínversku Sungættarinnar, lítið safn fornsögulegra minja auk alls kyns skrautgripa úr gulli, silfri og eðalsteinum.  Í gjaldmiðilsdeild safnsins eru peningar frá öllum heimshornum, þ.á.m. taupeningar, sem voru notaðir á ýmsum eyjanna þar til fyrir nokkrum ára-tugum.  Suðaustan þjóðminjasafnsins er gamla ráðhúsið frá 1710, sem herinn hefur nú til afnota.  Norðaustan Medan Mereka er hin risavaxna '*Istiqlal moska (þjóðarmoskan) og katólska dóm-kirkjan, sem reist var við annað aðaltrog borgarinnar, Banteng, um síðustu aldamót.  Á torginu stendur minnismerki um frelsun Vestur-Irians (Gíneu) frá nýlendukúgurunum.  Lengra í sömu átt, í grennd við utanríkisráðuneytið, er lúxushótelið Borobudur.  Norðan þjóðarmoskunnar er stórt markaðssvæði, *Pasar Baru, sem gaman er að skoða

Í gamla miðbænum, Kota, er *Jakartasafnið, Taman Fatahillah, í endurnýjuðu hollenzku nýlenduhúsi frá 1627.  þar er að finna ýmsa gripi frá Batavíu, höfuðborg nýlendutímans

Í Wayangsafninu, aðeins austar, er að finna mikið safn leður- og trébrúða frá flestum löndum Sa-Asíu.  Hvern sunnudagsmorgun ferð þar fram ekta indónesískt brúðuleikhús, Wayang Kulit.

Niðri við Jakartaflóann eru rústir Batavíuvirkisins, nokkur endurnýjuð nýlenduhús, vöru-hús gamla Hollenzka-Vesturindíafélagsins og sjóferðasafn.  Gaman er að skoða *fiskmarkaðinn, Pasar Ikan, og *seglbátahöfnina, Kali Baru, þar sem enn þá má sjá marga "Bugis", sem eru notaðir til siglinga milli Jakarta og Sulawesi (Selebes).

Fyrir miðjum botni flóans er Taman Impian Haya Ancol, stór skemmtigarður meða list-munamarkaði, sædýrasafni, bátahöfn, sundlaugum, næturklúbbum, nuddstofum, veitingahúsum o.fl.

U.þ.b. 40 km norðaustan Jakarta eru *Seribueyjar (Þúsundeyjar) með fögrum pálma-ströndum og köfunarmöguleikum milli kóralrifja, sem iða af lífi.  Þangað kemst fólk með leigu-bátum frá Tanjung Priok eða Kali Baru.  Litlar flugvélar geta lent á eyjunni Panjan.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM