Irian Jaya eða
Vestur-Nýja Gínea er 421.781 km².
Íbúafjöldinn er u.þ.b. 1,2 milljónir.
Irian Jaya varð hluti af Indónesíu árið 1969 eftir umdeilda
þjóðaratkvæðagreiðslu. Nýja-Gínea
er öll 874.472 km² (önnur stærsta eyja jarðar á eftir Grænlandi).
Hollendingar gerðu hana að nýlendu sinni á 19.öld.
Vegna þess, hve afskekkt hún var, þéttra regnskóga, hárra
fjalla, fenja og herskárra íbúa, taldist hún ekki fýsilegur kostur
fyrr en þá. Mikið
af verðmætum jarðefnum hefur beint augum umheimsins að eyjunni á síðari
tímum.
Nýja-Gínea
er á nyrzta hluta ástralska landgrunnsins á mörkum indversk-áströlsku
plötumótanna. Hæsta
fjall eyjarinnar og þar með Indónesíu er Puncak Jaya, 5.029 m.
Á
eyjunni er tiltölulega hár hiti og mikil úrkoma allt árið.
Íbúarnir
eru af fjölbreyttum uppruna, melanesar, ástralskir frumbyggjar,
dvergar og hávaxnir hvítir ættflokkar og tungumálaflóran er
skrautleg. Stór landsvæði
eru óbyggð og óbyggileg vegna malaríu.
Viðskiptalífið er
vanþróað. Nýlega fundust miklar nikkelnámur í grennd við Jayapura
(150.000 íb.). Á miðhálendinu,
við Ertsfjall og við rætur Puncak Jaya, hefur fundizt gull og silfur,
en þó einkum kopar, sem er nýttur.
Á norðvesturhlutanum bíða olíubirgðir þess að verða nýttar.
Vandræði hafa skapazt við straum frumstæðs fólks til
Jayapura (hét áður Hollandia), þar sem allt of fári geta fengið
vinnu. Þetta hefur leitt til alvarlegs ofbeldis.
Einungis
ævintýramenn leggja leið sína til Nýju-Gíneu.
Mynd: Staurahús í Agats. |