Butung Indónesía,
Flag of Indonesia


BUTUNG
INDÓNESÍA

.

.

Utanríkisrnt.

Eyjan Butung heitir fullu nafni Bahasa Indonesia Pulau Butung og er í Suðaustur- Súmötruhéraði.  Hún er í eyjaklasa með m.a. Muna, Wowoni og Kabaena.  Aðalborgin og stjórnsýslumiðstöð er Baubau, sem er hafnarborg á suðvesturströndinni.  Flatarmál eyjarinnar er 4200 km².  Hún er vaxin þéttum skógi og um hana liggur hæðóttur kalksteinshryggur, sem rís hæst í 1190 m.y.s.  Mikið er unnið af náttúrulegu biki.  Tekk er notað til bátasmíði.  Aðalframleiðsluvörur eyjarskeggja eru kókoshnetur og svolítið er um perluviðskipti.  Útflutningurinn byggist á kókoskjörnum, hertum fiski, tóbaki, sagógrjónum, hveiti og kaffi.  Íbúarnir á strönd eyjarinnar, sem eru flestir af bugin-stofni, vinna mikið að vefnaði og gerð koparmuna en stunda aðallega farmennsku og fiskveiðar.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1980 var tæplega 320.000.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM