Borobudur Indónesía,
Flag of Indonesia


**BOROBUDUR
INDÓNESÍA
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Borobudur er 42 km norðvestan Yogyakarta.  þar er búddahof, sem Sailendraættin lét reisa á 9. öld uppi á hæð.  Það stendur á níu stöllum, sem tákna leiðina upp úr víti í himnasæluna.  Neðst eru lágmyndir, sem tákna græðgina.  Í miðju hofinu eru ferhyrndir pallar, þar sem eru flatar lágmyndir, 1300 talsins, sem sýna heim forms og nafna og þrír hringlaga pallar umhverfis miðpunktinn með 72 bjöllulaga búddahelgidómum (stupa) með búddalíkneskjum umhverfis hinn stærsta í miðjunni, sem tákna hinn fagra formlausa heim.  Mannvirki þetta var byggt úr móbergi og andesíti.  Það er talið hið mikilfenglegasta Mahayana búddismans.  það var nýlega endurreist með miklum tilkostnaði með alþjóðlegum styrk og er einhver vinsælasti ferðamannastaður Indónesíu.  Vorið 1985 olli sprengja miklum skemmdum á hofinu.

Nokkra km frá Borobudur eru minni hof, Menduthofið með tignarlegu búddalíkneski og Pawonhofið.  pílagrímar verða að fara í gegnum þau áður en þeir mega stíga fæti inn í Borobudur.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM