Borneo Kalimantan Indónesía,
Flag of Indonesia


BORNEO - KALIMANTAN
INDÓNESÍA
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Borneo eða Kalimantan er þriðja stærsta eyja heims.  Sá hluti hennar, sem tilheyrir Indónesíu, er 539.460 km² en það er rúmlega 73% heildarflatarmálsins (u.þ.b. 734.000 km²).  Hinn hlutinn tilheyrir Malasíu og Brunei.  Íbúafjöldinn er rúmlega 7 milljónir og flestir búa á suðvesturhlutanum.  Mið- og austurhlutar Kalimantan eru að mestu óbyggð regnskógasvæði.  Kapuas-Hulu og Iran fjallgarðarnir eru náttúruleg landamæri milli Malasíu- og Indónesíuhlutanna.  Hæstu tindar þeirra eru vel á þriðja þúsund metra háir og þar eru vatnaskil.

Stjórn Indónesíu hefur nú um árabil glutt aragrúa af fólki frá hinum ofsetnu eyjum fyrir sunnan til búsetu á Kalimantan.

Ferðaþjónusta er lítil.  Helzt leggja könnuðir og ævintýramenn leið sína þangað.


Dayakar eru frumbyggjar Kalimantan.  Rúmlega 200 ættflokkar þeirra búa meðfram ánum inni í landi og rækta hrísgrjón, maniok og banana og veiða fisk og villibráð.  Til skamms tíma voru þeir hausaveiðarar.  Langhús þeirra, oft meira en 100 m löng, eru fagurlega skreytt og vissulega skoðunarverð.  Dayakar trúa á vættir í náttúrunni og gengna forfeður.  Þeir eru listasmiðir.

Meðfram ánum er víðast gengið nærri skógunum, þannig að eyðing þeirra eykst ár frá ári.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM