Bogor Indónesía,
Flag of Indonesia


BOGOR
INDÓNESÍA
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Bogor hét áður Buitenzorg (Áhygguleysi).  Hún er 50 km sunnan Jakarta og varð fræg fyrir *höll, sem Hollendingar reistu þar 1745 og hefur nýlega verið lagfærð.  Þessi höll er skoðunarverð en tilkynna verður komu sína fyrirfram, því að hún er ein af forsetahöllunum.  Hún stendur í garði, þar sem eru krónhirtir.  Þar er forvitnilegur grasagarður, Hortus Bogoriensis, sem var stofnaður 1817.  Í honum eru m.a. risavaxnar hitabeltisjurtir og tré, alls meira en 10.000 tegundir.  Stolt garðsins eru gúmmítréð, Hevea brasiliensis, sem er grunnur gúmmívinnslunnar í Indónesíu og stærsta blóm veraldar, Rafflesia, sem blómstrar fjórða hvert ár.Í náttúrugripasafninu í Bogor eru auk fjölda uppstoppaðra dýra, skordýrasafn og fagbóka-safn með 120.000 bindum.

U.þ.b. 43 km suðaustan Bogor, í hlíðum eldfjallanna Pangrango og Gede, er annar grasa-garður í umsjá sömu aðila og garðurinn í Bogor.  Þar er helzt að finna jurtir, sem vaxa í tiltölulega svalara loftslagi.  Í fjöllunum umhverfis Bogor er hægt að heimsækja mörg fögur þorp.  Vegurinn liggur um hrísgrjónastalla og teekrur til heilsubótarstaðarins Puncak, þar sem útsýni er frábært.  Þorpið er í grennd við samnefnt fjallaskarð í 1.372 m hæð yfir sjó.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM