Bangkaeyja
(11.515 km²; 627.000 íb. 1990) er í Javahafi í Indónesíu suðaustan
Súmötru. Milli hennar og
Súmötru er mjótt Bangkasundið.
Pangkalpinang er stærsta borgin og Muntok er aðalhafnarborgin.
Allt frá árinu 1710 hefur Bangka verið meðal aðaltinframleiðenda
heims. Ríkið rekur tinnámurnar
og tinbræðsluna í Muntok. Talsvert
er framleitt af pipar. Flestir
íbúanna eru kínverjar, sem starfa í tinnámunum.
Soldáninn í Palembang léði Bretum yfirráðin yfir eyjunni
1812 en tveimur árum síðar tóku Hollendingar við yfirráðunum í
skiptum fyrir Cochin í Indlandi. Japanar
hernámu eyjuna á árunum 1942-45.
Árið 1949 varð eyjan hluti af sjálfstæðri Indónesíu. |