Indland matur uppákomur,
Indian flag of India


INDLAND
VEITINGAHÚS -
SKEMMTANIR - UPPÁKOMUR
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

VEITINGAHÚS
New DehliFjöldi góðra veitingahúsa býður innlenda- og alþjóðlega matargerð:  Taverna Cypris og Burgundi, bæði í Hotel Ashoka, Casa Medici í Taj, Degchi við gatnamót Parliament Street og Connaught Circus og Kwality líka við Parliament Street.

Afbragðsveitingahús, sem bjóða indverskan mat:  Tandoor í President hótelinu, Gaylords við Connaught Circus, Moti Mahal við Netaji Subbah Marg., Ranjit Hotel nærri Gömlu-Dehli, Woodlands í Lokhi hótelinu og í Dasaprakash í Ambassador hótelinu.

Góð kínversk veitingahús: China Town í Ashoka, Jade Garden í Claridges, Chinois í Oberoi International, House of Ming í Taj, Mandarin við Janpath, Nirula's við Connaught Circus, Daichi í South Extention og Hong Kong í Greater Kailash.

Japönsk veitingahús:  Fujiya við Rajdoot Marg. og í Ginza við Connaught Circus.

Arabísk veitingahús:  El-Arab á horni Parliament Street og Connaught Circus.

BombayIndversk- og alþjóðleg veitingahús:  Moghul Room og Outrigger í Oberoi Towers, Tanjore og Rendevous í Taj, Delhi Durbar við Regal bíóið í Colaba, Copper Chimney við Rampart Row, Kwality við Colaba Causeway og Pemp's Corner.

Góð kínversk veitingahús: Nanking í Apollo Bunder, Shanghai við Colaba Road, Chop Sticks við Veer Nariman Road og Gazebo í Bandra.

CalcuttaIndversk- og alþjóðleg matargerð:  Moghul og Polynesia í Oberoi Grand Hotel, Shah-en-shah í Great Eastern Hotel, Golden Peacock í Hindustan International Hotel, Blue Fox, Trincas, Mocambo (öll þrjú við Park Street) og Amber við Waterloo Street.

Góð kínversk veitingahús:  Chung-wa við Chittarangan Avenue, Jimmy's Kitchen við Shakespeare Sarani, Waldorf við Park Street og í Kínverska veitingahúsinu í Great Eastern Hotel.

MadrasIndverskur og alþjóðlegur matur er boðinn á veitingastöðum allra stærstu hótelanna, s.s. Connemara, Chola Sheraton, Taj Coromandel og Savera.  Buhari's við Mount Road býður afbragðsgóðan indverskan mat.

Woodlands Drive-in á horni Mount Road og Cathedral Road býður mjög góða grænmetisrétti.

SKEMMTANIR og UPPÁKOMUR
NæturlífiðNæturlífið í Indlandi er fremur fábreytt og á engan hátt sambærilegt við evrópska vísu.  Það eru engir næturklúbbar til.  Á síðari tímum hafa stóru hótelin efnt til kvöldverðardansleikja og sýninga og nokkur þeirra reka diskótek (Oberoi Maidens Hotel, New Delhi; Taj Inter-Continental í Bombay) og leika lifandi tónlist undir dansi.

Leikhús og kvikmyndahúsFjöldi atvinnuleikhópa, damu-hópa og hljómsveita leikur listir sínar en fátt er um góð leikhús og tónlistarsali.  Það ætti enginn, sem hefur tækifæri til, að missa af sýningum suðurindverska dansleikhússins 'Kathakali', sem hóf starfsemi sína í núverandi mynd í Kerala.  Sönn 'Kathakali'-sýning tekur alla nóttina.  Þar kemur fram lítil hljómsveit, sagnaþulir og skrautlega búnir leikarar, sem leika atriði úr gömlum indverskum sögnum.  Í útileikhúsum stórborganna eru sýndar erlendar og innlendar kvikmyndir (á hindi, bengali, tamil, telugu og marathi).  Indversk kvikmyndaframleiðsla blómstrar.

Þjóðleg tónlist og dansarÍ flestum stórum hótelum.

Íþróttir.  Indland er ekki lengur paradís stórveiðimanna.  'Shikar'-safariferðirnar eru bannaðar nema með fáum og torfengnum undantekningum.  Stangaveiði er leyfð og eftirsóttustu fiskarnir eru 'masheer' (í efri hluta stóránna), lax og ferskvatnsfiskurinn 'Goonch', sem getur orðið allt að 140 kg.  Það er mikið af silungi í ám og lækjum í Kashmir (apríl-septemberloka; veiðileyfi) og í Nilgirifjöllum í Tamil Nadu.  Sjóstangaveiði er stunduð fyrir strönd Kerala.

Golfvelli er að finna um allt land, einkum í grennd við heilsubótastaði uppi í fjöllum.  Átján holu vellirnir í Srinagar og Gulmarg (Kashmir) eru mjög góðir.  Gestir, sem vilja leika golf verða að snúa sér til ritara klúbbanna til að greiða vallargjöld.

Skíðaíþróttin er að ávinna sér sess í Himalajafjöllum.  Skíðatímabilið er venjulega frá desember til febrúar.

Góðar gönguleiðir eru í norðanverðu fjalllendinu og á 'Ghats'-svæðun-um.

Helztu keppnisíþróttir Indverja eru hokkí, knattspyrna, póló, krikett, blak og körfubolti.

BaðstrendurBeztu baðstrendur Indlands eru á vesturströndinni við Arabíuhaf.  Chowpatty-ströndin við Bombay er ævinlega þéttsetin og þar er góð þjónusta, góðir skyndibita- og svaladrykkjastaðir og olíunudd.  Juhu-ströndin er í 20 km fjarlægð frá Bombay-flugvelli (strætisvagnar á sunnudögum og frídögum; fjöldi góðra hótela).  Madh-, Manori og Marve-strendurnar eru í 38, 40 og 44 km fjarlægð frá Bombay á leiðinni til Balad.  Enn sunnar eru *Goa-strendurn-ar:  Calangute er ein hin bezta og jafnvinsæl og Colva, 6 km frá Marago.  Falleg baðströnd er við Dona Paula, 7 km frá Panaji (Panjim).  Sömu sögu má segja um strendurnar Siridao, Vagator, Mandrem og Majorim og strendurnar við  Karnataka, Karwar, Malpe og Udipi.

Langt í suðri er *Kovalam-ströndin, 16 km frá Trivandrum, höfuðborg Keralaríkis, með loftkældum strandhýsum.

Á suðurodda Indlands, þar sem Arabíuhaf, Bengalflói og Indlandshaf mætast, er Kanya Kumari (Skarfahöfði).  Strendurnar þar eru kunnar vegna litskrúðugs sands, sem unglinga moka í plastpoka og selja ferðamönnum.

Beztu baðstrendurnar við Bengalflóann eru Mahabalipuram (Mamallapuram), Madras, Vishoakhapatam (Vizag) og Waltair.  Norðar eru Gopalpur-on-Sea, helgaborgin Puri (Orissa) og sjóbaðstaðurinn Digha (Vestur-Bengal).


.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM