Brezki
nýlendutíminn í Indlandi er meðal margra kafla í sögu Indverja
undir oki útlendinga. Nálægt
árinu 1500 f.Kr. ruddust aríar inn í Indland úr norðvestri.
Þeir gerðust herrar frumbyggjanna, dravída, og blönduðust þeim.
Árið 327 f.Kr. komu Grikkir undir forystu Alexanders mikla.
Þeir urðu brátt frá að hverfa, því að birgðaflutningaleiðir
hersins voru svo ófullkomnar. Chandragupta Maurja (322-298 f.Kr.) stofnaði fyrsta
Indverska ríkið, sem náði líka yfir allan norðurhlutann.
Höfuðborg hans var, þar sem Patna (Bihar) er núna.
Mestum blóma náði Maurja-ríkið undir forystu sonarsonar
Chandragupta, Ashoka (273-232 f.Kr.). Hann gerðist búddatrúar og hafði úrslitaáhrif á útbreiðslu
þeirra trúarbragða. Til
merkis um veldi sitt lét hann reisa súlur um allt landið fyrir
tilskipanir sínar. Margar
þeirra standa enn þá.
Á
síðustu öld fyrir Krists burð dró úr veldi Maruja-ættarinnar.
Ný ríki urðu til og hurfu.
Eitt þeirra var Gupta-ríkið (4./5. öld) í norðurhlutanum.
Þar blómstruðu listir og vísindi.
Þetta tímabil er kallað 'gullna öldin' í sögu Indlands.
Einn sonur þessarar aldar var skáldið Kalidasa, mesta skáld
Indlands sem skrifaði á sanskrít.
Í
lok 5. aldar leið Guptaríkið undir lok vegna árása hinna hvítu húna.
Norður-Indland skiptist í fjöldamörg konungsríki, sem áttu
aðeins eitt sameiningarafl, trúarbrögðin hindi, urðu stöðugt öflugri.
Saga Suður-Indlands varð öll önnur.
Þangað ruddust sjaldan landvinningamenn að norðan.
Þar réðu indverskar höfðingjaættir og viðskipti við fjarlæg
lönd, s.s. Indónesíu og Filipseyjar, döfnuðu.
Líklega á misklíðin milli Norður- og Suður-Indlands rætur
sínar að rekja til þessara tíma.
Islam
hélt ekki innreið sína í Indland fyrr en á 12. öld að loknum mörgum,
árangurslausum innrásum araba allt frá 8. öld.
Íslömsku konungsríkjunum í vestri tókst stöðugt að auka
áhrif sín í landinu, þrátt fyrir hetjulega andspyrnu Radschputanna,
sem áttu samtímis við innanríkis-vandamál að glíma.
Árið 1206 var soldánsdæmið Delí stofnað.
Þar ríkti hin svonefnda 'þrælaætt', því að í hvert
skipti, sem soldán féll frá, var einn þræla hans skipaður í
eftirmaður hans. Þar með
var útbreiðsla veldis islömsku ríkjanna tryggð um stærstan hluta
Indlands, en syðsti hlutinn komst aldrei undir veldi þeirra. Stofnun islamsks stórríkis fylgdi ekki í kjölfarið fyrr
en árið 1526 undir forystu mógúlsins Babur (mógúll < mughul
(persneska) < mongóli). Sonarsonur
hans, hinn frægi Akbar, tók við völdum, þegar hann var 14 ára, og
ríkti til dauðadags árið 1605.
Honum tókst að stækka mógúlaríkið verulega.
Úr
sögur Mógúlaríkinsins
Forfaðir
islömskur mógúlættarinnar, Babur, kom frá Mið-Asíu.
Hann snéri sér að því að leggja Afganistan og Norður-Indland
undir sig eftir að hafa reynt árangurslaust að ryðjast inn í
Samarkand. Sonarsyni hans,
Akbar, tókst að ná sáttum við hindúa og skjóta styrkum stoðum
undir mógúlaríkið, sem náði á milli Ahmadnagar á Dekkan-hásléttunni
til Kasmír, þegar þar var sem stærst.
Sonarsonur Akbars, Shah Jahan, olli næstum hruni ríkisins með
hrak-legum herferðum og taumlausum byggingarframkvæmdum.
Að honum látnum var barizt um völdin og sonur hans, Aurangzeb,
komst til valda. Hann
undirokaði hindúa og óvingaðist við síka og Radschputa í norðri
og Maratha í suðri. Eftir dauða hans molnaði hratt úr mógúlaríkinu.
Innrásir Persa og Afgana innsigluðu örlög þess.
Mikilvægustu
mógúlarnir voru: Babur
(1483-1530), Humayun (1508-1556), Akbar (1542-1605), Jahangir
(1569-1627), Shah Jahan (1592-1666) og Aurangzeb (1618-1707).
1483
fæddist Babur í Fergana (Usbekistan).
1526
sigraði Babur Ibrahim, soldáninn í Delí, við Panipat.
1530
dauði Babur. Sonur
hans, Humayun, tók við völdum.
1540
sigraði furstinn Sher Shah Humayun og undirokaði hann.
1555
náði Humayun Delí undir sig á ný.
1556
lézt Humayun og sonur hans, Akbar var krýndur.
1562
kvæntist frjálshyggjumúsliminn Akbar prinsessu frá hinu
volduga héraði Raiputana.
1564
afnam Akbar villutrúarskattinn ('Jizya') af þeim, sem aðhylltust
ekki islam.
1605
dó Akar. Sonur hans, Jahangir tók við völdum. Undirvernd hans
náði
1605
dó Akbar. Sonur
hans, Jahangir tók við völdum.
Undir vernd hans náði
málaralistin mestum blóma.
1617
Sonur Jahangirs, Khurram, friðaði upreisnarmenn í Dekkahhéraði og tók
sér nafnbótina 'Shah Jahan'.
1627
dó Jahangir. Shah Jahan var gerður að keisara. han lét taka fimm
keppinauta sína af lífi.
1631
kona Jahans, Mumtaz Mahal, dó við fæðingu yngsta barns síns.
1632
var byrjað að reisa grafhýsi Mumtaz-i-Mahal, hið fræga Taj
Mahal í Agra.
1657
orðrómum um fyrirsjánlegt fráfall Shah Jahans ollu stríði
milli sona hans fjögurra.
1658
var Aurangzeb, sigurvegari bræðrastríðsins, krýndur.
Hann lét hneppa föður sinn í varðhald.
1666
dó Shah Jahan.
1679
lagði Aurangzeb villutrúarskattinn aftur á.
1681
lagði Aurangzeb Dekkanhéraðið undir sig.
1707
dó Aurangzeb.
1739
frömdu Persar fjöldamorð í Delí og rændu Pfauenthron.
1803
héldu mógúlarnir keisaranafnbót eftir að Bretar höfðu gert
ríkið að nýlendu.
1862
dó hinn síðasti 17 mógúla, Bahadur Shah II.
Afskipti
Evrópulanda
Fyrstu
Evrópubúarnir komu að ströndum Indlands á 15. öld.
Portúgalski sæfarinn, Vasco da Gama, lenti í Calicut
(Kozhikode) árið 1498, í núverandi sambandsfylkinu Kerala og árið
1610 lögðu Portúgalar Goa undir sig.
Brezka 'Austurindíafélagið' kom til Indlands árið 1613 og
kom sér fyrir á Koromandel-ströndinni.
Áhrif Breta á umhverfi sitt þar voru næsta lítil í upphafi
og mógúlarnir í norðurhlutanum héldu óáreittir völdum sínum.
Bretar
færðu smám saman út kvíarnar til norðurs.
Í orrustunni við Plassey 81757) sigraði Robert Clive Bengala
(Nabob) og náði þar með yfir-ráðum yfir þessu stóra svæði.
Kalkútta varð miðstöð veldis Breta, sem náðu smám saman
öllu landinu undir sig. Í
kjölfar uppreisnarinnar árið 1857 ('Indverska uppreisnin') tók
Vesturindíafélagið við öllum völdum brezku krúnunnar í landinu.
Árið 1876 var Viktoría drottning krýnd keisarynja Indlands,
sem náði þá yfir Pakistan og Bangladesh.
Árið
1885 varð þjóðernisleg andspyrna gegn Bretum skýrari.
Hreyf-ingin, sem myndaðist um Mohandas Karamchand Gandhi, öðru
nafni Mahatma Gandhi (1869-1948) og þjóðþingið, varð til sjálfstæðis-yfirlýsingarinnar
15. ágúst 1947. Landinu
var skipt í kjölfarið og Pakistan var stofnað sem sjálfstætt ríki.
Fyrsti forsætisráðherra hins sjálfstæða Indlands varð
Pandit Jawaharlal Nehru (f.1889), sem var við völd til dauðadags árið
1964. Hann ásamt Nasser,
Egyptalandsforseta, og Tító, Júgóslavíuforseta, stofnaði Samtök
þjóða utan ríkjablokka, sem hafði verið hafnað á ráðstefnu Afríku-
og Asíuríkja í Bandung í Indónesíu árið áður.
Uppfrá því varð stefna Indverja í utanríkismálum sú, að
blanda sér ekki í málefni annarra ríkja, en samt sem áður ríkti
oft stríðsástand milli þeirra og Pakistana (1948, 1965 og 1971) og Kínverska
alþýðulýðveldisins (1962). Eftirmaður Nehrus varð Lal Bahadur Shastri, sem dó 1966,
og síðan tók við dóttir Nehrus, Shrimati Indira Gandhi (1917-1984).
Indira
Gandhi var voldugasta kona heims í áratug.
Hún gerði Indland að framsæknu nútímaríki á tæknisviðinu,
þannig að gerðar voru tilraunir með kjarnorkusprengjur neðanjarðar
(1974) og sent var á loft gervitungl með rússneskri eldflaug.
Á fyrstu valdaárum Indiru Gandhi studdi hún stofnun hins sjálfstæða
ríkis Bangladesh, sem tókst að kljúfa sig frá Pakistan með aðstoð
Indverja. Árið 1975 var hún
sökuð um kosningasvik 1971 og þingið svipti hana embætti.
Hún lýsti yfir neyðarástandi í landinu á meðan mál hennar
var fyrir hæstarétti og lét fangelsa rúmlega 100.000 manns án dóms
og laga. Hún nýtti sér
oft meirihluta sinn á þingi (2/3) til að fara á snið við stjórnarskrána
eða brjóta hana. Margir sökuðu
hana um einræðistilburði.
Á
meðan hið 19 mánaða neyðarástand stóð yfir voru mörg mannréttindi
þrengd (m.a. alger ritskoðun). Jafnframt
var unnið að því að styrkja son hennar, Sanjay, á pólitískan hátt.
Vestræn ríki misstu trúna á, að Indland snéri fljótlega
aftur til lýðræðisskipulags. Árið
1977 ákvað Indira Gandhi að halda kosningar til fulltrúaþingsins
eftir að hún hafði lengt kjörtímabilið úr fimm í sex ár.
Þessar kosningar ollu byltingu í nútímasögu Indlands.
Indira Gandhi og flokkur hennar biðu mikinn ósigur, einkum í
Norðurríkjunum. Stjórnarandstæðingar
fylktu sér undir merki Janataflokksins, sem fékk 50% sæta í neðrideild,
og í marz 1977 myndaði hinn 82 ára gamli Morarji Desai nýja ríkisstjórn.
Desai, sem var aðstoðarráðherra í ríkisstjórn Indiru, var
rekinn úr stjórninni eftir klofning í Kongressflokknum árið 1969.
Hann lagði sig fram um að koma smám saman á sambandi við Kína
og Bandaríkin. Heimsókn þáverandi Bandaríkjaforseta, Carter, til
Indlands var álitin mikil viðurkenning á endurreisn lýðræðis í
landinu.
Í
júlí 1979 sagði Janatastjórnin af sér vegna persónulegra vandamála
og innri ágreinings. Aðstoðarforsætisráðherrann,
Charan Shing, og 75 þingmenn
fulltrúadeildarinnar sögðu sig úr flokknum, sem missti þannig
meirihluta sinn. Desai
stakk upp á því, að Singh myndaði stjórn, en honum hafði verið
lofað tryggri afturkomu á þing, ef ný ríkisstjórn Indiru Gandhis kæmist
til valda. Þegar til kom
neitaði Indira honum um stuðning, svo að hann komst ekki aftur á þing.
Öllum að óvörum leysti forsetinn upp þingið og tilkynnti nýjar
kosningar í janúar 1980. Réttur
gestaverkamanna til pólitísks málfrelsis og kosningaréttur þeirra
olli óróa meðal innfæddra í Assam, þannig að ekki var hægt að
kjósa í ríkinu. Þetta
olli óvæntum og miklum sigri Indiru Gandhi, sem varð forsætisráðherra
á ný.
Hrun
Kongressflokksins allt frá 1980 og vöntun á virkri stjórnarandstöðu
á sama tíma, jók stjórnmálalega óvissu í Indlandi. Ekki lagaði það ástandið, að æstir aðskilnaðarsinnaðir
síkar frá Punjab létu til sín taka.
Vald-beiting ríkisstjórnarinnar til að kveða mótmælin niður
og eyðilegging aðal-helgidóms þeirra, gullna hofsins í Amritsar,
voru ekki beztu meðulin til að draga úr spennu.
Hinn 31 oktober 1984 myrtu lífverðir forsætisráðherrans
Indiru Gandhi. Hindúar urðu
æfir og myrtu þúsundir síka. Eftirmaður Indiru var sonur hennar, Rajiv Gandhi.
Hann var jafnaðarmaður inn að beini.
Þótt
líta verði á Indland sem þróunarland, telst viðskiptalíf landsins
vera á heimsmælikvarða. Landbúnaður
og skógarhögg stendur undir 40% brúttóþjóðarframleiðslunnar og
er undirstaða framleiðslu matvæla fyrir ört vaxandi fjölda íbúa
landsins. Aðalræktunin
beinist að hrísgrjónum, hveiti og hirsi til eigin neyzlu.
Indland er mesti teframleiðandi heims.
Hampur, baðmull, kaffi, krydd, jarðhnetur, sykurreyr, hrágúmmí
o.fl. er líka framleitt til útflutnings.
Allar tilraunir til að breikka svið landbúnaðarins hafa
mistekizt vegna þurrka, flóða og landeyðingar af völdum ofræktunar
og skógarhöggs. Kvikfjárrækt
er ekki mikilvæg í þessu landi grænmetisneyzlu og trúarbrögðin
draga líka úr henni. Nautgripir
eru álitnir heilagir og einungis notaðir til mjólkurframleiðslu eða
sem dráttardýr. Nýting skóganna er ómarkviss.
Mestri eyðingu skóga veldur notkun þeirra til eldiviðar og
beit húsdýra og villidýra.
Allt
frá því að landið fékk sjálfstæði hafa framleiðslugreinarnar
dafnað. Þungaiðnaðurinn,
sem er að mestu ríkisrekinn, er undirstaða iðnvæðingarinnar.
Að öðru leyti er atvinnulífið blanda af einka- og ríkisreknum
fyrirtækjum. Framleiðni
í einkarekstri er óviðunandi vegna menntunarskorts og reynsluleysis
verkafólksins. Allmikið er um verðmæt jarðefni í landinu (járn, kol,
króm, báxít, jarðolía, fosfat, úraníum, gull, silfur, eðalsteinar
o.fl.). Vefnaðariðnaður
er í fararbroddi framleiðslugreinanna (baðmull, hampur, silki og
ull). Þá er olíuiðnaður og verkfæraframleiðsla mikivæg
fyrir útflutinginn. Aðalviðskiptalönd
Indlands eru Bandaríkin, Rússland, Japan, Bretland og Þýzkaland. |